Klais orgelið í Hallgrímskirkju 30 ára

1. desember 2022

Klais orgelið í Hallgrímskirkju 30 ára

Klais orgel Hallgrímskirkju

Laugardaginn 3. desember verður þess minnst að 30 ár eru liðin frá því Klais orgelið kom í Hallgrímskirkju.

Verður þess minnst með orgelmaraþoni sem varir í þrjá klukkutíma frá kl.12:00 til kl.15:00.

Þá verður þess einnig minnst að 200 ár eru liðin frá fæðingu César Franck.

Það verða tólf organistar sem minnast eins áhrifamesta tónskálds orgeltónbókmenntanna með heildarflutningi orgelverka tónskáldsins.

Þetta er í fyrsta skipti á Íslandi að öll orgelverk César Franck eru flutt í heild.

Tónleikarnir eru í samstarfi Hallgrímskirkju og Tónskóla Þjóðkirkjunnar.

Heiðursgestur tónleikanna er Hörður Áskelsson fyrrverandi kantor Hallgrímskirkju.

Flytjendur verða Björn Steinar Sólbergsson, Erla Rut Káradóttir, Eyþór Franzson Wechner, Friðrik Vignir Stefánsson, Guðný Einarsdóttir, Kári Þormar, Kitty Kovács, Kjartan Jósefsson Ognibene, Lára Bryndís Eggertsdóttir, Matthías Harðarson, Steinar Logi Helgason og Tuuli Rähni.

Klais orgelið í Hallgrímskirkju er stærsta orgel á Íslandi og sækjast organistar víða um heim eftir að leika á orgelið og hljóðrita í kirkjunni.

Það var vígt í desember 1992, smíðað af Johannes Klais orgelsmiðjunni í Bonn í Þýskalandi.

Orgelið hefur 4 hljómborð og fótspil, 72 raddir og 5275 pípur.

Orgelið er 15 metra hátt, vegur um 25 tonn og stærstu pípurnar eru um 10 metra háar.

Kaup á orgelinu voru fjármögnuð að miklu leyti með gjöfum.

Fólki var boðið að kaupa pípur og enn er hægt að kaupa gjafabréf í verslun kirkjunnar sem vottar að viðkomandi sé eigandi tiltekinnar pípu.

Klaisorgelið er notað við helgihald kirkjunnar auk þess sem það hefur hlotið almenna viðurkenningu sem frábært tónleikahljóðfæri.

Tilkoma færanlega orgelborðsins hefur aukið notkunarmöguleika orgelsins verulega, bæði hvað varðar tónleika- og helgihald.

Um leið og þetta er langstærsta orgel á Íslandi þá er það rómað meðal organista víða um heim fyrir gæði, fjölbreytt raddval og hversu vel það fellur að rými kirkjunnar.

Fyrir þau sem áhuga hafa á möguleikum þessa mikla orgels geta lesið um það á raddskrá orgelsins.


slg


  • List og kirkja

  • Menning

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Tónskóli þjóðkirkjunnar

  • Kirkjustarf

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju