Biskup Íslands dómari í kökukeppni KSS

2. desember 2022

Biskup Íslands dómari í kökukeppni KSS

Biskup Íslands talar um konur í biblíunni

Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir heimsótti Kristileg skólasamtök þann 26.nóvember s.l.

Þar talaði hún við þau um konur í Biblíunni.

Við þetta tækifæri færði frú Agnes félögunum nýju íslensku sálmabókina til eignar.

 

Eftir fundinn var kökukeppni þar sem unglingarnir höfðu lagt mikla vinnu í að baka og skreyta kökur af mikilli list.

Frú Agnes tók að sér að sitja í dómnefnd kökukeppninnar ásamt fulltrúum frá Kristilegu skólahreyfingunni.

 

Fréttaritari kirkjan.is fór á fund biskups og spurði um kökukeppnina.

 

Hvað voru margir þáttakendur?


Biskup svaraði:

„Kökurnar voru tíu, en þátttakendurnir voru nokkru fleiri.

Mig minnir að þau hafi verið fjórtán af því að fleiri en ein/einn bökuðu einhverjar kökurnar.“


Hvers konar kökur kepptu?

„Það voru nokkrar gerðir af kökum, en flestar voru í grunninn súkkulaðibotnar eða svampbotnar.

Svo var piparkökudeig í einni.“


Hver vann?


„Það voru 4 flokkar:

Bragðbesta kakan, besta kakan, ljótasta kakan og frumlegasta kakan.

Bragðbesta kakan var sítrónukakan Svampur Sveinsson.

Svínastían var frumlegasta kakan.

Hringinn í kringum hana voru súkkulaðistangir.

Besta kakan var Iceage kaka og ljótasta kakan voru piparkökuhjörtu skreytt með sykurmassa og skrauti.“

 

Hver var besta kakan að þínu mati?


„Sítrónukakan var afbragð og smakkaðist best að mati allra dómnefndarfulltrúanna.“

 

Hvaða gildi hefur það að Biskup Íslands taki þátt í slíku verkefni?


„Það eru forréttindi að fá að heimsækja hressa krakka, taka þátt í helgistund með þeim og finna og sjá hvað þau lögðu sig fram við kökugerðina.

Gildi þess að biskup taki þátt í slíku verkefni er að þau sjá að biskupinn er ósköp venjuleg kona og biskupinn sér að krakkarnir eru frábærir, skemmtilegir og gefa af sér“

sagði biskup Íslands að lokum.

 

slg




Myndir með frétt

  • Biblían

  • Biskup

  • Fræðsla

  • Heimsókn

  • Leikmenn

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Æskulýðsmál

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði