Samverustundir í skóinn

9. desember 2022

Samverustundir í skóinn

Nýtt jóladagatal barnastarfs kirkjunnar hefur litið dagsins ljós.

Um er að ræða 13 örmyndbönd.

Fyrsta myndbandið er birt sama dag og börnin fá að setja skóinn sinn út í glugga.

Flest börn gera það að kvöldi 11.desember.

Nýtt myndband opnast á hverjum degi allt til jóla.

Myndböndin og hugmyndir að samverustundum sem þau vísa á, er að finna á facebooksíðunni: Barnastarf kirkjunnar.

Auk þess verður myndböndunum dreift um vefinn allt fram að jólum.

Markmiðið er að minna foreldra á mikilvægi samverustunda með börnunum.

Yfirskrift myndbandanna er „Sjáðu mig!".

Ef til vill vilja einhverjir af jólasveinum landsins gefa börnum samverustundir í skóinn í stað sælgætis eða smáhluta.

Þá gæti jólasveinninn sett bréf í skóinn með heiti samverustundar dagsins.

Foreldrar og börn geta síðan horft á myndband dagsins og fundið nánari lýsingu á verkefninu á facebook síðu Barnastarfs kirkjunnar og framkvæmt þær sama dag.

En af hverju varð jólasveinn fyrir valinu?

"Jólasveininn sem setur í skóinn er hluti af íslenskri barnamenningu en þannig gegnir hann um leið stóru hlutverki þegar kemur að jákvæðum samskiptum foreldra og barna á aðventunni"

segir Elín Elísabet Jóhannsdóttir, sem fer fyrir fræðslusviði biskupsstofu. 

Og hún heldur áfram:

„ Í barnastarfi kirkjunnar viljum við undirstrika mikilvægi góðra samskipta og samverustunda foreldra og barna allan ársins hring.

Myndböndin tengjast myndunum sem börnin fá þegar þau koma í sunnudagaskólann.

Aftan á þeim er QR kóði sem foreldrar geta farið inn á með símanum sínum.

Kóðinn vísar á ótal hugmyndir að skemmtilegum og þroskandi verkefnum sem foreldrar og börn geta gert saman."

 

Myndböndin eru unnin af Mamba framleiðsla og Risamyndum ehf.

 

slg


  • Fræðsla

  • Kærleiksþjónusta

  • Menning

  • Nýjung

  • Samfélag

  • Barnastarf

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði