Mozart við kertaljós

13. desember 2022

Mozart við kertaljós

Hvalsneskirkja

Tónlistarfólk um allt land gerir aðventuna innihaldsríka með ljúfri tónlist.

Áberandi er að langflestir aðventu- og jólatónleikar fara fram í kirkjum landsins, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.

Tónlistarhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin en í ár verða líka tónleikar á Suðurnesjum og er það í fyrsta sinn.

Þeir tónleikar verða í Hvalsneskirkju 15. desember og hefjast kl. 20:00.

Hópurinn hefur leikið tónlist eftir Mozart í þrjátíu ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu.

Hópinn skipa Ármann Helgason, klarinettuleikari, Eydís Franzdóttir óbóleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Bryndís Pálsdóttir fiðluleikarar, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari.

Á dagskránni verða tvær af perlum Mozarts, óbókvartettinn kv. 370 og hinn margrómaði klarinettukvintett kv. 581.

Að venju lýkur tónleikunum á því að Camerarctica leikur jólasálminn góða,” Í dag er glatt í döprum hjörtum” úr Töfraflautunni eftir Mozart.

Tónleikarnir eru um klukkustundarlangir og munu örugglega hjálpa til við hinn andlega undirbúning jólahátíðarinnar.

 

slg


  • List og kirkja

  • Menning

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Kirkjustaðir

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju