Mozart við kertaljós

13. desember 2022

Mozart við kertaljós

Hvalsneskirkja

Tónlistarfólk um allt land gerir aðventuna innihaldsríka með ljúfri tónlist.

Áberandi er að langflestir aðventu- og jólatónleikar fara fram í kirkjum landsins, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.

Tónlistarhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin en í ár verða líka tónleikar á Suðurnesjum og er það í fyrsta sinn.

Þeir tónleikar verða í Hvalsneskirkju 15. desember og hefjast kl. 20:00.

Hópurinn hefur leikið tónlist eftir Mozart í þrjátíu ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu.

Hópinn skipa Ármann Helgason, klarinettuleikari, Eydís Franzdóttir óbóleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Bryndís Pálsdóttir fiðluleikarar, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari.

Á dagskránni verða tvær af perlum Mozarts, óbókvartettinn kv. 370 og hinn margrómaði klarinettukvintett kv. 581.

Að venju lýkur tónleikunum á því að Camerarctica leikur jólasálminn góða,” Í dag er glatt í döprum hjörtum” úr Töfraflautunni eftir Mozart.

Tónleikarnir eru um klukkustundarlangir og munu örugglega hjálpa til við hinn andlega undirbúning jólahátíðarinnar.

 

slg


  • List og kirkja

  • Menning

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Kirkjustaðir

Addis9.jpg - mynd

Vottar vonar og réttlætis: Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins

23. jún. 2025
Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins fór fram dagana 12.–16. júní í höfuðborg Eþíópíu.
Sr. Pétur Ragnhildarson

Sr. Pétur Ragnhildarson ráðinn sóknarprestur

13. jún. 2025
...í Breiðholtsprestakalli
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prestsvígsla í Dómkirkjunni

12. jún. 2025
...sunnudaginn 15. júní