Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar í fullum gangi

14. desember 2022

Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar í fullum gangi

Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar er nú í fullum gangi.

Hjálparstarfið tekur á móti umsóknum um aðstoð fyrir jólahátíðirnar.

Starfsfólk og sjálfboðaliðar Hjálparstarfs kirkjunnar eru nú í óða önn að undirbúa sérstaka aðstoð við fólk sem býr við kröpp kjör svo það geti gert sér dagamun yfir hátíðirnar.

Fólk í brýnni þörf fær inneign á greiðslukort fyrir matvöru.

Foreldrar fá auk þess aðstoð svo börnin fái jóla- og skógjafir.

Utan Reykjavíkur er aðstoðin veitt í góðri samvinnu við Hjálpræðisherinn, Rauða krossinn, mæðrastyrksnefndir og kirkjusóknir vítt og breitt um landið og með frábærum stuðningi frá einstaklingum, félögum og fyrirtækjum.

Aðstæður fólks í mestum vanda hafa, að mati Hjálparstarfsins, versnað.


„Jólin eru sérstök hjá okkur og því kemur fólk í desember sem við sjáum ekki alla jafna.

Auglýsingaflóðið byrjar strax í nóvember um hvernig við eigum að hafa jólin okkar.

Það er afar erfitt sem foreldri, sem á lítið sem ekki neitt, að standa fyrir framan börnin sín og geta ekki tekið þátt.

Fólk leitar því aðstoðar um jólin til að eiga smávegis aukalega“

segir Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi sem hefur umsjón með starfinu innanlands.

Alls fengu fjölskyldur um land allt inneignarkort og fleira í 1.570 skipti fyrir síðustu jól en í 1.707 skipti var sá sami stuðningur veittur fyrir jólin 2020.

Um síðustu jól er því ekki óvarlegt að áætla að um fimm þúsund manns hafi notið aðstoðarinnar.

Og Vilborg heldur áfram:

„Tilfinning mín er sú að nú fyrir jólin fjölgi aftur og ég finn að það gætir meiri örvæntingar hjá þeim sem sækja til okkar núna þegar húsaleiga fer hækkandi, meiri eldsneytiskostnaður er og matarkarfan er dýrari, þá fylgja því þungar áhyggjur hjá þeim sem minnst hafa handa á milli.“

slg



Myndir með frétt

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Hjálparstarf

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði