Tíminn og trúin

14. desember 2022

Tíminn og trúin

Dr. Sigurjón Árni afhendir Biskupi Íslands bók sína.

Út er komin bókin Timinn og trúin eftir dr. Sigurjón Árna Eyjólfsson.

Í bókinni rannsakar dr. Sigurjón Árni kirkjuárið og textaraðirnar og gerir jafnframt tilraun til að ritskýra guðsþjónustu íslensku Þjóðkirkjunnar.

Á bókarkápu segir:

„Sömu ritningartextar eru lesnir upp í kristnum guðsþjónustum um heim allan árið um kring og lagt út af þeim í prédikun, söng og bæn.

Segja má að þessir textar birti tiltölulega skýra mynd af kristnum hugmyndaheimi.“

Í bókinni veltir dr. Sigurjón Árni fyrir sér spurningunum:

Hvernig byrjaði þetta allt saman?

Og hvers vegna urðu textaraðirnar kjölfesta kirkjuársins og hver eru innbyrðis tengsl þeirra?

Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson hefur skrifað fjölda rita og greina á sviði guðfræðirannsókna undanfarin 30 ár, nú síðast bókina Augljóst, en hulið: Að skilja táknheim kirkjubygginga, sem kom út árið 2020.

Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir ritar aðfararorð í bókina.

Þar segir hún m.a.

„Þessi bók geymir fjársjóð af fróðleik um sögu textaraðanna, hugsunina bak við þær og tilganginn með því að setja textana einmitt í þá röð sem þeir eru.

Innihald bókarinnar mun því nýtast til fræðslu og meiri skilnings á samhenginu í helgihaldinu og tilgangi þess.“


slg



Myndir með frétt

  • Fræðsla

  • Guðfræði

  • Menning

  • Trúin

  • Útgáfa

  • Biskup

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju