Samstarf Tónskólans og Orgelkrakka

15. desember 2022

Samstarf Tónskólans og Orgelkrakka

Frá jólatónleikum Tónskóla Þjóðkirkjunnar

Jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar fóru fram í Hjallakirkju í Kópavogi föstudaginn 9. desember s.l.

Á tónleikunum komu fram nemendur skólans í kórstjórn og orgelleik og fluttu verk tengd aðventu og jólum.

Sérlega ánægjulegt er að nefna nýjung í starfi skólans sem er nám fyrir börn í orgelleik í samstarfi við Orgelkrakka.

Í samstarfinu felst að Tónskóli Þjóðkirkjunnar býður nú börnum að hefja nám í orgelleik í fyrsta sinn í sögu skólans.

Kennslan verður byggð upp á vikulegum einkatímum og reglulegum hóptímum.

Hægt er að senda umsóknir á netfang tónskólans tonskoli@tonskoli.is.

Einnig er hægt að hafa samband í síma 5284430.

Verð fyrir veturinn er 45.000 kr.

Guðný Einarsdóttir organisti og kórstjóri í Háteigskirkju mun annast kennsluna.

Guðný hefur mikla reynslu og menntun sem organisti, kórstjóri og kennari í orgel- og píanóleik.

Hún hefur m.a. réttindi til Suzuki-kennslu á orgel og hefur mikla reynslu af því að vinna með börnum.

Guðný samdi söguna Lítil saga úr orgelhúsi sem er tónlistarævintýri fyrir börn um undraheima pípuorgelsins.

Félagið Orgelkrakkar varð til í samstarfi hennar og Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur, organista við Akureyrarkirkju.

Markmið félagsins er að kynna börnum orgelið á skemmtilegan hátt og veita ungum orgelnemendum stuðning og hvatningu.


slg



Myndir með frétt

  • Fræðsla

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Nýjung

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Tónskóli þjóðkirkjunnar

  • Barnastarf

holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall