Samstarf Tónskólans og Orgelkrakka

15. desember 2022

Samstarf Tónskólans og Orgelkrakka

Frá jólatónleikum Tónskóla Þjóðkirkjunnar

Jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar fóru fram í Hjallakirkju í Kópavogi föstudaginn 9. desember s.l.

Á tónleikunum komu fram nemendur skólans í kórstjórn og orgelleik og fluttu verk tengd aðventu og jólum.

Sérlega ánægjulegt er að nefna nýjung í starfi skólans sem er nám fyrir börn í orgelleik í samstarfi við Orgelkrakka.

Í samstarfinu felst að Tónskóli Þjóðkirkjunnar býður nú börnum að hefja nám í orgelleik í fyrsta sinn í sögu skólans.

Kennslan verður byggð upp á vikulegum einkatímum og reglulegum hóptímum.

Hægt er að senda umsóknir á netfang tónskólans tonskoli@tonskoli.is.

Einnig er hægt að hafa samband í síma 5284430.

Verð fyrir veturinn er 45.000 kr.

Guðný Einarsdóttir organisti og kórstjóri í Háteigskirkju mun annast kennsluna.

Guðný hefur mikla reynslu og menntun sem organisti, kórstjóri og kennari í orgel- og píanóleik.

Hún hefur m.a. réttindi til Suzuki-kennslu á orgel og hefur mikla reynslu af því að vinna með börnum.

Guðný samdi söguna Lítil saga úr orgelhúsi sem er tónlistarævintýri fyrir börn um undraheima pípuorgelsins.

Félagið Orgelkrakkar varð til í samstarfi hennar og Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur, organista við Akureyrarkirkju.

Markmið félagsins er að kynna börnum orgelið á skemmtilegan hátt og veita ungum orgelnemendum stuðning og hvatningu.


slg



Myndir með frétt

  • Fræðsla

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Nýjung

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Tónskóli þjóðkirkjunnar

  • Barnastarf

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði