Samvinna þriggja safnaða

20. desember 2022

Samvinna þriggja safnaða

Syngjum jólin inn.

Að syngja jólin inn með því að lesa valda ritningatexta með jólasálmasöng á milli lestranna er gömul hefð frá Englandi.

Þá eru lesnir spádómar gamla testamentisins um komu frelsarans og frásagnir guðspjallanna af fæðingu Jesú í Betlehem.

Kirkjan.is sagði frá því fyrir helgi að í Seltjarnrneskirkju yrðu slíkir jólasöngvar á fjórða sunnudegi í aðventu.

Fór sú athöfn fram á ensku.

Allir sálmar voru sungnir á ensku og ritningarlestrar og bænagjörð fór fram á því tungumáli.

Meðal lesara voru forsetafrúin okkar frú Eliza Reid og bandaríski sendiherrann frú Carrin F. Patman.

Í anda þeirrar hefðar voru jólin einnig sungin inn í Hallgrímskirkju, en þar fór dagskráin fram á íslensku og var í samstarfi þriggja safnaða, Hallgrímssafnaðar, Nessafnaðar og Breiðholtssafnaðar.

Þrír kórar sungu, en það var Kór Hallgrímskirkju, Breiðholtskirkju og Neskirkju.

Stjórnendur þeirra stýrðu kórunum sem og almennum söng, en þeir eru Steinar Logi Helgason, Örn Magnússon og Steingrímur Þórhallsson.

Prestar safnaðanna lásu texta og stýrðu bænagerð.

Það voru prestarnir sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og dr. Sigurður Árni Þórðarson frá Hallgrímssókn, sr. Jón Ómar Gunnarsson frá Breiðholtssókn og dr. Skúli Sigurður Ólafsson frá Nessókn.

Björn Steinar Sólbergsson stýrði tónlistinni og sá um undirleik ásamt organistum safnaðanna.

„Söngur jólanna seitlaði inn í vitund allra sem voru í hliði himinins.“ segir á facebook síðu Hallgrímssafnaðar.

 

slg



Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Heimsókn

Addis9.jpg - mynd

Vottar vonar og réttlætis: Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins

23. jún. 2025
Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins fór fram dagana 12.–16. júní í höfuðborg Eþíópíu.
Sr. Pétur Ragnhildarson

Sr. Pétur Ragnhildarson ráðinn sóknarprestur

13. jún. 2025
...í Breiðholtsprestakalli
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prestsvígsla í Dómkirkjunni

12. jún. 2025
...sunnudaginn 15. júní