Mikill undirbúningur í kirkjum landsins

21. desember 2022

Mikill undirbúningur í kirkjum landsins

Jólahátíð í fossvogsprestakalli

Á vetrarsólstöðum er undirbúningur í fullum gangi í kirkjum landsins fyrir hátíð ljóss og friðar.

Áhugavert er að fylgjast með öllu því sem kirkjan hefur upp á bjóða.

Flest prestaköll og prófastsdæmi hafa sínar eigin heimasíður eða facebook síður þar sem hægt er að fylgjast með hvað boðið er upp á.

Nokkur prestaköll vilja nýta sér þennan miðil, kirkjan.is til að koma á framfæri því sem fram fer.

Svo er um Fossvogsprestakall sem farið hefur þess á leit við fréttaritara kirkjan.is að birta dagskrá helgihaldsins yfir jóla og áramót.


Aftansöngur verður á aðfangadagskvöld klukkan 18:00 bæði í Bústaðakirkju og Grensáskirkju.

Fyrr um daginn eða klukkan 16:00 á aðfangadag verður barna- og fjölskyldustund í Bústaðakirkju.

Miðnæturguðsþjónusta verður síðan í Grensáskirkju á jólanótt og hefst hún kl. 23:30.


Hátíðarguðsþjónusta verður á jóladag klukkan 13:00 í Bústaðakirkju og klukkan 14:00 í Grensáskirkju.


Kirkja heyrnarlausra mun hafa sitt jólahelgihald á öðrum degi jóla kl. 14:00 í Grensáskirkju, eins og undanfarin ár.


Jólaball fer fram í Bústaðakirkju 27. desember kl. 15:00 þar sem góðir rauðklæddir gestir munu heimsækja kirkjuna.

Sungið verður og dansað í kringum jólatréð.


Um áramótin verður aftansöngur í báðum kirkjum, Bústaðakirkju og Grensáskirkju, á gamlársdag klukkan 18:00.

Á nýársdag verður hátíðarguðsþjónusta klukkan 13:00 í Bústaðakirkju og klukkan 14:00 í Grensáskirkju.


slg


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Barnastarf

holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall