Helgileikir í kirkjum landsins

23. desember 2022

Helgileikir í kirkjum landsins

Helgileikur í Akureyrarkirkju

Á aðventunni hafa börn um allt land tekið þátt í helgileikjum og kórsöng.

Um jólahátíðina sjálfa taka börn einnig þátt í helgihaldi kirkjunnar á sama hátt.

Algengt er að á öðrum degi jóla séu fjölskylduguðsþjónustur í kirkjum landsins þar sem höfðað er sérstaklega til barnanna.

Í fjölskylduguðsþjónustu í Akureyrarkirkju kl. 11:00 á öðrum degi jóla munu barnakórar kirkjunnar flytja helgileik.

Þetta hefur verið árlegur viðburður lengi, fyrir utan covid árin tvö og mikil spenna fyrir flutningnum í ár.

Svo er jólaball í safnaðarheimilinu eftir messu, með jólasveinum og skemmtilegheitum.


Barnakórar Akureyrarkirkju eru tveir.

Yngri barnakór Akureyrarkirkju er fyrir börn í 2.- 4. bekk grunnskóla og Eldri barnakór Akureyrarkirkju er fyrir börn í 5.- 10. bekk.

Kórarnir syngja við fjölskylduguðsþjónustur í Akureyrarkirkju og gleðja heimilisfólk öldrunarheimila bæjarins reglulega með söng.

Auk þess taka kórarnir þátt í alls kyns söngverkefnum og starfið er afar fjölbreytt.

Næst á dagskrá hjá kórunum er söngur í fyrrnefndri fjölskylduguðsþjónustu í Akureyrarkirkju á öðrum degi jóla.

Þar flytja kórarnir einnig helgileik sem er þaulæfður og fastur liður í helgihaldi kirkjunnar.

Meðfylgjandi mynd er tekin eftir vel heppnaða æfingu í vikunni fyrir jól.

 

slg

 


  • Barnastarf

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Messa

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Æskulýðsmál

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju