Fréttir úr Austfjarðaprestakalli

29. desember 2022

Fréttir úr Austfjarðaprestakalli

Fáskrúðsfjarðarkirkja

Austfjarðaprestakall varð til við sameiningu Norðfjarðarprestakalls, Eskifjarðarprestakalls, Fáskrúðsfjarðarprestakalls, Heydalaprestakalls og Djúpavogsprestakalls, sem samþykkt var á kirkjuþingi í mars árið 2019.

Í Austfjarðarprestakalli eru 11 sóknir, allar með sóknarkirkju og sóknarnefnd: Brekkusókn í Mjóafirði, Norðfjarðarsókn, Eskifjarðarsókn, Reyðarfjarðarsókn, Fáskrúðsfjarðarsókn, Stöðvarfjarðarsókn, Heydalasókn, Djúpavogssókn, Berufjarðarsókn, Berunessókn og Hofssókn.

Að auki eru í prestakallinu Kolfreyjustaðarkirkja og Papeyjarkirkja í Papey, sem ekki eru sóknarkirkjur.

Fjórir prestar þjóna prestakallinu.

Sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir er sóknarprestur.

Auk hennar þjóna prestakallinu sr. Benjamín Hrafn Böðvarssson, sr. Bryndís Böðvarsdóttir og sr. Alfreð Örn Finnsson sem nú hefur verið ráðinn ótímabundið til þjónustu í Digranes- og Hjallaprestakalli.

Biskup Íslands hefur því auglýst laust prestsstarf í prestakallinu.

Allir prestarnir þjóna öllu prestakallinu og sinna öllum sóknarbörnum um prestsþjónustu.

Margir nýta sér viðtalstíma prestanna til stuðnings og sálgæslu.

Er sú þjónusta ávallt veitt að kostnaðarlausu samkvæmt vef prestakallsins.

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við sr. Jónu Kristínu Þorvaldsdóttur sóknarprest hins víðfeðma prestakalls og spurði hana um hvernig helgihaldið hefði gengið um hátíðirnar, en eins og fram hefur komið féll  helgihald víða niður á Hérði og á Suðurlandi vegna óveðurs og ófærðar.

Sr. Jóna Kristín sagði:

„Við náðum að halda skipulögðu helgihaldi í byggðarkjörnunum sjö á aðfangadag og jóladag.

Það eina sem ekki gekk upp var að sr. Alfreð gat ekki messað í sveitakirkjunni í Álftafirði, en það er syðsta kirkja prestakallsins um 40 kílómetra sunnan við Djúpavog.

 

Hvernig var þátttakan?

„Þátttaka safnaðanna um jólin var mjög góð á flestum stöðum og fólk kunni greinilega að fagna því að hægt væri að koma saman án samkomutakmarkanna.

Mig langar að nefna að sunnudagaskólabörnin á Fáskrúðsfirði gengu frá safnaðarheimilinu yfir í Uppsali, dvalar- og hjúkrunarheimili eldri borgara og sungu þar jólalögin fyrir heimilisfólk og starfsfólk við góðar undirtektir og gleði.

 

En hvernig var á aðventunni?

Aðventuhátíðir voru í flestum kirknanna og vel sóttar, með helgileikjum, tónlist og söng.

Sjálf var ég svo heppin að hafa þau Bertu dóttur mína og Svan hér eystra og þau slógu ekki slöku við.

Þau voru með jólatónleika í Fáskrúðsfjarðarkirkju og héldu tónleika á Uppsölum á Fáskrúðsfirði.

Svo tóku þau þátt í helgihaldi á aðfangadag á þremur stöðum, Heydölum, Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði.

Það var mikill fengur að hafa þau hér um hátíðina.

 

slg



  • Biskup

  • Heimsókn

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Öldrunarþjónusta

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Barnastarf

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju