Þrjár konur í prestsstörfum í Borgarfirði

10. janúar 2023

Þrjár konur í prestsstörfum í Borgarfirði

Borg á Mýrum

Miklar breytingar hafa orðið á prestsþjónustu í Borgarfirði á undanförnum árum.

Þar þjónuðu lengi vel karlar sem áberandi hafa verið í kirkjunni.

Nú starfa þar þrjár konur.

Sr. Anna Eiríksdóttir þjónar í Stafholti, sr. Hildur Björk Hörpudóttir í Reykholti og sr. Heiðrún Helga Bjarnadóttir í Borgarnesi.

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við þær og spurði þær hvort einhverjar breytingar hafi orðið á starfinu við þessi prestaskipti og hvort samstarf væri á milli þeirra.

 

Sr. Anna segir:



"Fyrst og fremst byggir það sem við erum að gera á ákveðinni framtíðarsýn fyrir Borgarfjörðinn í heild sinni, sem hefur allt of lengi starfað í litlum, einangruðum einingum.

Við konurnar hér á svæðinu náum vel saman og sjáum tækifæri í því að við búum allar yfir mismunandi styrkleikum.

Við leggjum áherslu á að styrkleikar hverrar um sig fái að njóta sín.

Þannig getum við best aukið fjölbreytnina í hinu kirkjulegu starfi.

Auk þess eflir það stuðninginn út í söfnuðina.

Það er okkar mottó að vera alltaf með eitthvað í boði fyrir alla."

 

Og sr. Anna bætir við:


"Það er gott að geta unnið í samstarfi, deila ábyrgð og minnka álag, það eykur starfsgleði og vellíðan."

 

Sr. Hildur Björk segir:



"Ég tek undir með Önnu en einn helsti ávinningur þessa samstarfs er líka nýsköpun og nýungar í safnaðarstarfi.

Saman geta prestaköllin boðið til dæmis upp á metnaðarfulla fermingarfræðslu sem er ætluð bæði fermingarbörnum og foreldrum þeirra.

Við getum boðið upp á dansmaraþon sem er sólarhringssamvera til að safna fyrir vatni fyrir Hjálparstarfið.

Við vinnum saman að undirbúningi fyrir flæðimessur, þemamessur, barnastarf og fleira.

Helstu breytingarnar eru fólgnar í því að við tókum af skarið og bjuggum okkur til samstarfs- og samvinnusvæði sem áður var ekki til."

 

Og hún bætir við:

 

"Það er líka nauðsynlegt að huga að framtíðinni þar sem þetta svæði verður líklega eitt prestakall ef sameiningar halda áfram.

Við viljum að sóknarbörnin hér upplifi okkur sem teymi og í fullri samvinnu sem nái bæði yfir starfið í heild, bakvaktar og afleysingarþjónustu og að saman fáum við að búa til framtíðarsýn fyrir kirkjurnar í Borgarfirði."

 

Að lokum segir sr. Hildur Björk:

 

"Svo munar öllu að eiga gott samstarfsfólk og sóknarnefndarfólk sem hefur tekið rosalega vel í þessar breytingar og unnið þetta með okkur og stutt okkur áfram."

 

Sr. Heiðrún Helga er nýkomin til starfa í Borgarnesi, byrjaði þar þann 1. nóvember á nýliðnu ári.

Hún er mjög kunnug svæðinu þar sem hún er fædd og uppalin í Borgarnesi fram á unglingsár.

Hún flutti með fjölskyldu sinni aftur í Borgarnes árið 2018 og hefur frá því sinnt störfum meðhjálpara og kirkjuvarðar við Borgarneskirkju, auk þess sem hún hefur séð um barna- og æskulýðsstörf við söfnuðinn.

Varðandi samstarfið í Borgarfirði sagði sr. Heiðrún Helga að lokum:

"Það er engu við svör kollega minna að bæta.

Þær ramma það fallega inn, um hvað þetta samstarf snýst."

 


slg




Myndir með frétt

  • Barnastarf

  • Fræðsla

  • Hjálparstarf

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Sóknarnefndir

  • Æskulýðsmál

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði