Nýr svæðisstjóri æskulýðsmála

11. janúar 2023

Nýr svæðisstjóri æskulýðsmála

Anna Elísabet Gestsdóttir

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir svæðisstjóra æskulýðsmála Kjalarness- og Reykjavíkurprófastdæma eystra og vestra.

Helstu verkefni verða þau að svæðisstjóri hefur í umboði biskups og prófasta tilsjón með æskulýðsstarfi og heildaryfirsýn með verkefnisstjórum æskulýðsmála og æskulýðsleiðtogum sem starfa fyrir kirkjurnar á svæðinu.

Svæðisstjórinn mun kynna sér stefnumörkun og samþykktir kirkjuþings s.s. fræðslustefnu Þjóðkirkjunnar varðandi kirkjulegt starf fyrir ungmenni og vinnur í samræmi við samþykktir héraðsnefndar.

Fimm sóttu um starfið og var Anna Elísabet Gestsdóttir ráðin.

Anna Elísabet er upprunalega úr Vestur–Húnavatnssýslu og er alin upp í fallegu sveitaumhverfi í Fitjárdal, sem er lítill dalur við hlið Víðidals.

Og hún segir:


„Ég ólst upp í hlýjum faðmi afa míns og ömmu frá sjö ára aldri, sem var einstaklega kærkomið.“

En nú ertu gift presti og margra barna móðir?


Já, ég er gift sr. Sigurði Grétari Sigurðssyni sóknarpresti í Útskálaprestakalli og ég á sex börn og fjögur barnabörn og er því ríkulega blessuð.“

Hvar hefur þú starfað fram að þessu?


„Ég hef starfað við ýmis konar störf í gegnum tíðina og hafa bæði störf mín og menntun einkennst af óslökkvandi áhuga mínum á fólki.

Starfið hefur þó mest verið með börnum og unglingum, enda eru þau einstaklega áhugavert fólk.“

En þið hjónin störfuðuð líka í Noregi?


„Já, ég er nýkomin heim frá Noregi eftir sjö ára dvöl þar, en það var mjög þroskandi, áhugavert og gaman.

Ég komst þó að því með tímanum að betra var að sakna Noregs en Íslands.

Í Noregi starfaði ég hjá norsku kirkjunni, bæði sem djákni og prestur og einnig var ég svo lánsöm að fá tækifæri til að leiða verkefni, sem sneri að þarfagreiningu í söfnuði og þá sérlega með áherslu á uppbyggingu í barna og æskulýðsmálum.

 

Nú er svæðisstjórastarfið mjög viðamikið í þremur stærstu prófastsdæmum landsins.

Hvernig leggst það í þig?


„Mér hefur alla tíð þótt gaman að því að takast á við krefjandi verkefni bæði í leik og starfi og þá í átt að uppbyggingu.

Áhugi á símenntun hefur einnig ávallt heillað mig.

Ég hef því undanfarin misseri, samhliða starfi, verið í meistaranámi í kennimannlegri guðfræði frá M.F. í Osló og markmiðið í náinni framtíð er að skrifa lokaritgerð með speglun á hvað rífur niður og hvað byggir upp safnaðarstarf.

Ég þakka traustið og tækifærið að fá að starfa sem svæðisstjóri æskulýðsmála fyrir Kjalarness- og Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og vestra.“

 

slg


  • Biskup

  • Fræðsla

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Starf

  • Æskulýðsmál

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði