Réttlátt stríð – og friður

13. janúar 2023

Réttlátt stríð – og friður

Þjóðminjasafnið

Stofnun dr. Sigurbjörns Einarssonar efnir til málþings um réttlæti, stríð og frið í dag, föstudaginn 13. janúar.

Yfirskriftin er „Réttlátt stríð – og friður. Nýjar skilgreiningar á öryggi og ógnunum samtímans.“

Málshefjendur verða dr. Sólveig Anna Bóasdóttir og dr. Magnús Þorkell Bernharðsson.

Fundarstjóri er dr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.

Gert verður ráð fyrir góðum tíma fyrir fyrirspurnir og umræður.

Erindi Sólveigar Önnu ber yfirtskriftina „Réttlátur friður“ og erindi Magnúsar Þorkels nefnir hann “Ný stríð, nýr veruleiki. Átök 21. aldar."

Málþingið verður haldið í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins og efnið er bæði athyglisvert og knýjandi.

Það hefst klukkan 14.00 og mun standa til 15.30.

 

slg


  • Flóttafólk

  • Fræðsla

  • Ráðstefna

  • Úkraína

  • Alþjóðastarf

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði