Réttlátt stríð – og friður

13. janúar 2023

Réttlátt stríð – og friður

Þjóðminjasafnið

Stofnun dr. Sigurbjörns Einarssonar efnir til málþings um réttlæti, stríð og frið í dag, föstudaginn 13. janúar.

Yfirskriftin er „Réttlátt stríð – og friður. Nýjar skilgreiningar á öryggi og ógnunum samtímans.“

Málshefjendur verða dr. Sólveig Anna Bóasdóttir og dr. Magnús Þorkell Bernharðsson.

Fundarstjóri er dr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir.

Gert verður ráð fyrir góðum tíma fyrir fyrirspurnir og umræður.

Erindi Sólveigar Önnu ber yfirtskriftina „Réttlátur friður“ og erindi Magnúsar Þorkels nefnir hann “Ný stríð, nýr veruleiki. Átök 21. aldar."

Málþingið verður haldið í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins og efnið er bæði athyglisvert og knýjandi.

Það hefst klukkan 14.00 og mun standa til 15.30.

 

slg


  • Flóttafólk

  • Fræðsla

  • Ráðstefna

  • Úkraína

  • Alþjóðastarf

Addis9.jpg - mynd

Vottar vonar og réttlætis: Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins

23. jún. 2025
Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins fór fram dagana 12.–16. júní í höfuðborg Eþíópíu.
Sr. Pétur Ragnhildarson

Sr. Pétur Ragnhildarson ráðinn sóknarprestur

13. jún. 2025
...í Breiðholtsprestakalli
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prestsvígsla í Dómkirkjunni

12. jún. 2025
...sunnudaginn 15. júní