Stuðningahópar fólks eftir skilnað

16. janúar 2023

Stuðningahópar fólks eftir skilnað

Öll getum við átt í einhverjum erfiðleikum í samskiptum við aðra.

Sálgæslu- og fjölskylduþjónusta kirkjunnar er þjónusta við hjón, fólk í sambúð, fjölskyldur og einstaklinga, sem finnst þau vera í einhvers konar vanda í samskiptum við sína nánustu og vilja finna nýjar lausnir eða fá stuðning vegna áfalla eða sorgar.

Sálgæslu- og fjölskylduþjónusta Þjóðkirkjunnar er hluti af sálgæslustarfi kirkjunnar og þjónar öllu landinu.

Öllum er heimilt að leita beint til Sálgæslu- og fjölskylduþjónustunnar, en sumir koma samkvæmt ábendingu prests eða annarra aðila.

Hjá Sálgæslu-og fjölskylduþjónustunni vinna tveir fjölskyldumeðferðarfræðingar og einn prestur sem einnig er í hlutverki forstöðumanns.

Nú er Sálgæslu-og Fjölskylduþjónusta Þjóðkirkjunnar að bjóða upp á stuðningshópa fólks eftir skilnað.

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við Andreu Baldursdóttur fjölskyldumeðferðarfræðing og spurði hana um þessa hópavinnu?

Hún sagði:

„Við höfum ekki haft svona áður svo ég viti, en samkvæmt prestum þá hefur verið eftirspurn eftir svona stuðningshópum.

Hóparnir eru hugsaðir sem stuðningur fyrir þá einstaklinga sem eru að standa í skilnaði eða eru að glíma við erfiðar tilfinningar eftir skilnað.

Þá geta þessir einstaklingar, undir handleiðslu fagaðila, deilt líðan sinni og hugsunum og heyrt að sama skapi frá öðrum hvernig þeim líður og hvernig þeir eru að takast á við skilnaðinn.

Reynslan sýnir að fólki finnst gott að hitta annað fólk í sömu stöðu og það sjálft og finna að það séu fleiri að takast á við sömu aðstæður eða tilfinningar.“


Hvað eru margir í hóp?


„Gert er ráð fyrir sex til sjö einstaklingum í hverjum hóp og ef eftirspurnin verður mikil setjum við af stað fleiri hópa.

Allir komast að.“

Hvað hittist hver hópur oft?

„Gert er ráð fyrir 6 skiptum einu sinni í viku.

Hvert skipti mun kosta 1500 krónur.

Fyrsti hópurinn fer af stað fimmtudaginn 2. febrúar kl. 14:30-16:00 og verður vikulega á sama tíma.“Viðmælandi minn Andrea Baldursdóttir, félagsráðgjafi og fjölskyldumeðferðarfræðingur mun leiða hópana.

slg  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustarf

  • Nýjung

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Fræðsla

Ólafur Egilsson

Vinir Hjálparstarfsins fræðast um starfið

24. apr. 2024
...stilla saman strengi
Söngvahátíð 7.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

23. apr. 2024
...börnin syngja í útvarpsmessu á sumardaginn fyrsta
Bænagangan 3.jpg - mynd

Bænagangan 2024

23. apr. 2024
...á sumardaginn fyrsta