Sr. Arnaldur Arnold Bárðarson ráðinn

19. janúar 2023

Sr. Arnaldur Arnold Bárðarson ráðinn

Sr. Arnaldur Arnold Bárðarson

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir presti til þjónustu í Austfjarðaprestakalli í Austurlandsprófastsdæmi.

Umsóknarfrestur var til miðnættis 5. janúar 2023.

Ein umsókn barst frá sr. Arnaldi Arnold Bárðarsyni presti í Árborgarprestakalli og hefur hann nú verið ráðinn.

 

Arnaldur Bárðarson er fæddur á Akureyri 2. júní árið 1966.

Hann lauk námi frá Guðfræðideild Háskóla Íslands árið 1995.

Síðar fór hann í kennaranám og tók meistarapróf í menntunarfræðum frá Háskólanum á Akureyri árið 2013.

Síðar stundaði hann framhaldsnám í guðfræði frá M.F. í Osló.

Sr. Arnaldur var fræðslufulltrúi Þjóðkirkunnar á Norðurlandi frá árinu 1992.

Hann vígðist til prestsþjónustu í Raufarhafnarprestakalli árið 1996.

Síðar varð hann prestur á Hálsi í Fnjóskadal og í Glerárkirkju á Akureyri.

Árið 2010 gekk hann í þjónustu norsku kirkjunnar og var þar við störf til ársins 2017.

Við komuna til Íslands varð hann sóknarprestur í Eyrarbakkaprestakalli og einnig í Þorlákshöfn en er nú prestur í Árborgarprestakalli.

Eiginkona sr. Arnaldar er sr. Ingibjörg Jóhannsdóttir áður prestur í norsku kirkjunni en nú sérkennslustjóri á leikskólanum Ökrum í Garðabæ.

Þau eiga fimm syni og 6 barnabörn.

Þau munu flytja á prestssetrið Heydali í Breiðdal nú í marsmánuði.


Prestakallið


Austfjarðaprestakall nær frá Brekkusókn í Mjóafirði í austri til Hofssóknar í Álftafirði í suðri.

Það varð til við sameiningu fimm prestakalla árið 2019, Norðfjarðarprestakalls, Eskifjarðarprestakalls, Djúpavogsprestakalls, Heydalaprestakalls og Fáskrúðsfjarðarprestakalls.

Prestakallið nær yfir stórt svæði og m.a. tvö sveitafélög.

Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna–Biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Starf

  • Biskup

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði