Hjónanámskeið sr. Þórhalls Heimissonar

20. janúar 2023

Hjónanámskeið sr. Þórhalls Heimissonar

Sr. Þórhallur Heimisson

Fyrsta hjónanámskeið ársins hjá sr. Þórhalli Heimissyni er nú þegar fullbókað.

Skráning er hafin á næsta námskeið sem verður haldið mánudaginn 30. janúar kl.19:00 í Reykjavík.

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við sr. Þórhall og spurði hann um aðdraganda þess að hann fór að halda þessi námskeið.

Sr. Þórhallur sagði:

„Ég byrjaði þessi námskeið árið 1996 þegar ég var nýkominn heim til Íslands frá framhaldsnámi í Svíþjóð og hafði hafið störf við Hafnarfjarðarkirkju sem prestur.

Þá þurfti ég sem prestur í Hafnarfirði stöðugt að skrifa upp á skilnaðarvottorð fyrir fólk sem kom til mín bara til að fá skilnaðarpappírana.

Mér fannst þetta ómögulegt og vildi hjálpa fólki að gera eitthvað fyrir sig og samband sitt áður en í óefni væri komið, en á þessum tíma voru engin slík námskeið í boði.

Námskeiðin urðu strax mjög vinsæl og hafa nú verið haldin um allt land og öll Norðurlönd, nema Finnland.

Og meira en 9000 pör hafa tekið þátt á þessum 27 árum sem liðin eru síðan ég byrjaði þessi námskeið.“

Hverja telur þú ástæðu þess að þessi námskeið eru svona vinsæl?

„Ég held að námskeiðin séu svona vinsæl því að þar fær fólk að vinna í sínum eigin málum nákvæmlega eins og það vill án þess að einhver sé að lesa þeim pistilinn.

Námskeiðið hentar öllum pörum einmitt þess vegna, hvert par vinnur það út frá sinni eigin stöðu í lífinu.

Ég er bara leiðbeinandi sem leiðbeini fólki að finna sína eigin leið.

Námskeiðin eru ætluð öllum pörum í sambúð, giftum jafnt sem ógiftum, gagnkynhneigðum jafnt sem samkynhneigðum.

Það passar bæði fyrir fólk sem vill gera gott samband betra og hin sem þurfa að taka á vandamálum."


Ef fólk er alveg komið að því að skilja, hefur það þá gagn af þessu námskeiði?

„Best er auðvitað að koma sem fyrst á svona námskeið og gjarnan meðan allt er í lagi, til að gera gott betra og til að styrkja sambandið enn frekar.

En þó fólk sé komið að því að skilja, hjálpar námskeiðið þeim að vinna sig í gegnum það erfiða ferli á sem bestan hátt fyrir þau bæði og börnin ef börn eru fyrir hendi.

Þó skilnaður sé erfiður er hann oft eina lausnin.

Og þá er gott að geta unnið sig í gegnum hann saman eins og hægt er.

Hvar fer námskeiðið fer fram?

„Það þarf alltaf að skrá sig á námskeiðin og ekki er hægt að mæta án þess.

Staðsetningin er aldrei auglýst, því fyrir suma er það viðkvæmt að fara á svona hjónanámskeið.

Fólk gerir það fyrir sig og það kemur ekki öðrum við.

Það er bara fólk sem ætlar sjálft að mæta og taka þátt og er búið að hafa samband við mig sem fær að vita hvar við hittumst.“

Hvernig fer námskeiði fram?

„Námskeiðið verður með hefðbundnum hætti, stuttir fyrirlestrar, verkefni, æfingar og samtal.

Eftir námskeiðið fá pörin heim með sér sjö vikna heimaverkefni.

Námskeiðið hentar öllum aldurshópum og tekur aðeins eina kvöldstund.

Við byrjum 19.00.

Boðið er upp á einkaviðtöl fyrir pör sem þurfa á því að halda í framhaldi námskeiðanna.“


Um hvað er fjallað í erindunum?

„Það er fjallað er um ástina, samskipti, kynlífið, börnin, vinnuna, peningana, vandamál sem upp kunna að koma í sambúð, en fyrst og fremst lausnir og hvað hægt er að gera til að bæta og styrkja sambandið.

Námskeiðin eru algerlega sjálfstætt starf og rekin án tengsla við eða stuðnings frá utanaðkomandi aðilum eða stofnunum.

Upplýsingar gefur Þórhallur í netfangið thorhallur33@gmail.com

 

 

slg













En fólk sem lifir í ástríku sambandi og telur sig ekki vera að glíma við nein alvarleg vandamál, hefur það gagn af þessu námskeiði.
- Eins og ég sagði fyrr er þetta líka frábær leið fyrir fólk í ástríku sambandi til að gera sambandið enn betra. Engin pör eru laus við öll vandamál og oft er gaman og gagnlegt að sjá hlutina í nýju ljósi. Og svo læra pör á námskeiðinu að hugsa fyrirbyggjandi og að setja sambandið sitt í forgang þannig að það endist og styrkist eftir því sem árin líða og lífið breytist.


Hvernig skráir maður sig?
- Með því að senda mér póst á thorhallur33@gmail.com.


  • Kærleiksþjónusta

  • Námskeið

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Fræðsla

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði