Samkirkjuleg bænavika

20. janúar 2023

Samkirkjuleg bænavika

Alþjóðleg samkirkjuleg bænavika fyrir einingu kristninnar er haldin árlega frá 18. – 25. janúar.

Þessa viku sameinast kristið fólk um allan heim í bæn fyrir einingu.

Bænavikan er undirbúin af kirkjum sem tilheyra Alkirkjuráðinu, World Council of Churches sem hafa höfuðstöðvar sínar í Genf í sama húsi og Lútherska Heimssambandið.

Auk kirkna Alkirkjuráðsins tekur rómversk-kaþólska kirkjan þátt í bænavökunni, en hún er ekki þátttakandi í Alkirkjuráðinu.

Hér á landi er bænavikan undirbúin af Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga á Íslandi og samkirkjulegum hópum á Akureyri og víðar.

Í Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga eru Aðventkirkjan, Betanía, Hjálpræðisherinn, Hvítasunnukirkjan, Íslenska Kristskirkjan, Kaþólska kirkjan, Óháði söfnuðurinn, Rússneska rétttrúnaðarkirkjan, Vegurinn og Þjóðkirkjan.

Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hér.



Dagskrá bænavikunnar 2023 í Reykjavík er sem hér segir:

Miðvikudagur 18. janúar Dómkirkja Krists konungs, Landakoti.

Fimmtudagur 19. janúar Hjálpræðisherinn.

Föstudagur 20. janúar Aðventkirkjan.

Laugardagur 21. janúar Ganga frá Óháða söfnuðinum að Fíladelfíu þar sem er samkoma.

Sunnudagur 22. janúar Útvarpsguðsþjónusta frá Fíladelfíu.

Mánudagur 23. janúar Alþjóðlegi söfnuðurinn í Breiðholtskirkju.

Þriðjudagur 24. janúar Málþing í íslensku Kristskirkjunni.

Þann 18. janúar flutti Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikun í Landakotskirkju, sem nálgast má hér. 

Dagskrá bænavökunnar á Akureyri má finna hér.

 

slg



Myndir með frétt

  • Biskup

  • Flóttafólk

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Alþjóðastarf

For hope and future.jpg - mynd

Hjálparstarf Lútherska heimssambandsins gríðarlega mikilvægt

01. júl. 2024
...varaforseti skrifar um hjálparstarfið
Sr. Erla Björk Jónsdóttir

Vel mætt í bænastundir

30. jún. 2024
...í Dalvíkurkirkju