Æði-flæði í Hallgrímskirkju

23. janúar 2023

Æði-flæði í Hallgrímskirkju

Hallgrímskirkja verður með Æði-flæði listasmiðjur fyrir börn og unglinga frá janúar og fram í mars 2023.

Samkvæmt auglýsingu frá Hallgrímskirkju verður flæðið í smiðjunum æðislegt, skapandi og skemmtilegt.

Það er takmarkað pláss í smiðjurnar og er skráning því nauðsynleg.

Í lok smiðjanna verður sýning á Æði-flæði listaverkunum á Æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar þann 5. mars næst komandi kl. 11:00 í Hallgrímskirkju.

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við Kristnýju Rós Gústafsdóttur verkefnastjóra fræðslu- og fjölskylduþjónustu Hallgrímskirkju, en hún heldur utan um verkefnið, og spurði hana um aðdraganda þessarar nýjungar í safnaðarstarfinu.

Kristný Rós sagði:


„Starfsfólk Hallgrímskirkju vildi bjóða upp á nýtt, skapandi og öðruvísi starf fyrir börn og unglinga í Hallgrímskirkju.

Mig langaði til að nota öðruvísi, ferskt og opið nafn á verkefnið og úr varð Æði-flæði listasmiðjur.

Fólkið sem sækir þjónustu í Hallgrímskirkju býr ekki allt í sókninni og því var ákveðið að Æði-flæði væri ekki bara fyrir börn og unglinga í sókninni heldur fyrir hvern sem vildi, óháð búsetu.“

Hvað mun þetta verkefni standa lengi?


„Listasmiðjurnar standa í sex vikur, en það er takmarkað pláss í hverja smiðju.

Gestakennarar heimsækja Æði-flæði tvisvar sinnum.

Eftir hvert flæði fá börnin að heyra biblíusögu.“

Hvenær hefst þetta?

„Æði-flæði listasmiðjurnar verða í janúar og febrúar og svo enda allar smiðjurnar á því að vera með sýningu á listaverkunum á Æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar þann 5. mars næst komandi í fjölskylduguðsþjónustu í Hallgrímskirkju kl. 11:00.“

Lýkur verkefninu þá á Æskulýðsdaginn?


„Nei, Æði-flæði verður með nýjar smiðjur í vor, í apríl og maí og standa þær þá yfir í fjórar vikur.

Æði-flæði smiðjan í vor endar svo á því að taka þátt í vorhátíð í Hallgrímskirkju þann 16.maí næst komandi.“

 

Kostar þetta eitthvað fyrir börnin og unglingana?


„Nei, það er frítt að vera með og skráningar eru inn á heimasíðu kirkjunnar.“

Hvað verður aðallega gert?


„Það sem til dæmis verður gert í smiðjunum er að búa til sitt eigið spil, „diy tie“ boli og altarisdúk fyrir fjölskylduguðsþjónustur.“

Er skráning hafin?


„Já, og skráningar í smiðjurnar ganga vel.

Það er mikil tilhlökkun í kirkjunni fyrir nýja starfinu þar sem sköpunargleðin verður allsráðandi.

Hallgrímskirkja vill standa að fjölbreyttu og skapandi starfi í helgihaldi og safnaðarstarfi og Æði-flæði er hluti af því markmiði.“

Sagði Kristný Rós að lokum.




slg








Myndir með frétt

  • Barnastarf

  • Biblían

  • Fræðsla

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Nýjung

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Æskulýðsmál

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði