Mikil jákvæð þróun í fermingarstörfunum

26. janúar 2023

Mikil jákvæð þróun í fermingarstörfunum

Marit Davíðsdóttir og Yrja Kristinsdóttir

Fermingastarf kirkjunnar hefur tekið miklum jákvæðum breytingum á undanförnum árum.

Ekki er mikið um utanbókarlærdóm, en þess heldur rætt við börnin um líf þeirra og líðan og hve trúin skiptir miklu máli í lífi þeirra.

Auk þess er víða mikil áhersla á að leiða þau inn í heim bænarinnar með helgistundum í tengslum við starfið.

 

Jákvæð sálfræði verður viðfangsefni fermingarfræðslu Þjóðkirkjunnar næstu árin.

 

Þær Marit Davíðsdóttir og Yrja Kristinsdóttir, sem standa á bak við dagbókina Gleðiskrudduna, gengu til liðs við Þjóðkirkjuna og tóku að sér það mikilvæga verkefni að kynna fermingarbörn fyrir viðfangsefnum á borð við núvitund og sjálfsvinsemd.

Samkvæmt frétt sem nýlega birtist á visir.is þá kom verkefnið þeim mjög skemmtilega á óvart.

En þar segir:


„ Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir, sóknarprestur í Langholtskirkju hafði samband við okkur og hafði mikinn áhuga á því að Gleðiskruddan yrði með fræðslu fyrir fermingarárgangana í kirkjunni.

Eitt leiddi af öðru og fljótlega vorum við komnar á fund með Eddu Möller, framkvæmdastjóra Kirkjuhússins og Elínu Elísabetu Jóhannesdóttur, fræðslustjóra Biskupsstofu þar sem gerður var samningur um að Gleðiskruddan gerði efni fyrir fermingarfræðsluna í samstarfi við Biskupsstofu og Skálholtsútgáfu,“

segja þær Marit og Yrja.

Jákvæð sálfræði hefur verið áhersluatriði víða í samfélaginu bæði á vinnustöðum og í skólum og í samstarfi við Biskupsstofu og Skálholtsútgáfu voru valin tvö þemu sem eru mikilvæg fyrir ferminbgarbörn, en það er núvitund og sjálfsvinsemd.

Byggir þar á tvöfalda kærleiksboðorðinu um að elska Guð og náungann eins og okkur sjálf.

Og þær segja áfram í viðtalinu:


„Það er mikilvægt að börn læri að tileinka sér núvitund í daglegu lífi, á einfaldan en áhrifaríkan hátt.

Að þau upplifi að núvitund geti verið ákveðið bjargráð gegn kvíða, streitu og um leið aukið vellíðan þeirra.

Börn í fermingarfræðslu munu einnig fá fræðslu um sjálfsvinsemd og hver ávinningur þess er að sýna sjálfum sér sjálfsvinsemd og hvernig hægt er að vera sinn besti vinur.“


slg


  • Ferming

  • Forvarnir

  • Fræðsla

  • Heimsókn

  • Kirkjustarf

  • Nýjung

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Æskulýðsmál

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði