Starf eldri borgara í Laufásprestakalli

30. janúar 2023

Starf eldri borgara í Laufásprestakalli

Laufáskirkja í Eyjafirði-mynd sr. Sigurður Ægisson

Laufásprestakall er afar víðfemt prestakall sem nær allt frá Eyjafirði og inn í Bárðardal.

Prestakallið er með mörgum kirkjum og þremur skólum.

Þar hefur um árabil verið afar fjölbreytt kirkjustarf.

Nýlega kom til starfa þar sr. Hafdís Davíðsdóttir.

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við hana til að spyrjast fyrir um starf eldri borgara í þessu víðfeðma prestakalli, sem einkennist bæði af sveitasamfélagi og bæjarbrag.

Sr. Hafdís sagði:

„ Í Laufásprestakalli eru þó nokkuð starf meðal eldri borgara.

Fyrir austan Vaðlaheiði er öflugt starf þar sem hist er vikulega og spjallað.

Þá er spilað, sungið og borðuð saman máltíð.

Við skoðum gamlar myndir frá svæðinu og reynum að þekkja andlitin og fleira í þeim dúr.

Þetta starf er sameiginlegt mörgum sóknum fyrir austan og því færist staðsetningin til frá einni viku til annarrar.

Þetta er það sem tilheyrir sveitasamfélaginu."

 

En hvernig er þetta vestan Vaðlaheiðar þar sem meira ber á bæjarbrag?



Sr. Hafdís svaraði:

„Ég er með helgistund eldri borgara einu sinni í mánuði, stundum tvisvar inni á dvalarheimilinu Grenilundi á Grenivík auk þess sem ég fer þangað vikulega á föstudögum með gítarinn eða ukuleleið og er með söngstund.

Eldri borgarar á Svalbarðseyri hittast einnig vikulega í Svalbarðskirkju og eiga samfélag saman yfir góðum kaffibolla.“

 

slg


  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Öldrunarþjónusta

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Eldri borgarar

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði