Þau sóttu um

30. janúar 2023

Þau sóttu um

Hafnarfjarðarkirkja

Biskup Íslands óskaði nýlega eftir presti til þjónustu í Hafnarfjarðarprestakalli, Kjalarnesprófastsdæmi.

Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, en í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu liggur fyrir.

Sjö sóttu um starfið og þar af óska tveir nafnleyndar.

Hin eru:

Sr. Aldís Rut Gísladóttir

Sr. Bára Friðriksdóttir

Sr. Bryndís Svavarsdóttir

Sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir

og Hilmir Kolbeins mag. theol.


Allar gildar umsóknir fara til valnefndar sem fer yfir allar umsóknir og boðar umsækjendur til viðtals innan þriggja vikna frá lokum umsóknarfrests, sbr. 8 gr. starfsreglna um ráðningu í prestsstörf.

Valnefnd skal ná samstöðu um einn umsækjanda en valið skal byggt á fyrirliggjandi þarfagreiningu og rökstutt á grundvelli hennar.

Í framhaldinu ræður biskup viðkomandi í starfið, að því gefnu að hann telji niðurstöður valnefndar reistar á lögmætum sjónarmiðum.

Prestakallið


Í Hafnarfjarðarprestakalli, sem tilheyrir Kjalarnesprófastsdæmi, er fjölmenn sókn með um 8.000 sóknarbörn og 15.000 íbúa.

Í prestakallinu eru tvær kirkjur, Hafnarfjarðarkirkja og Krýsuvíkurkirkja.

Hafnarfjarðarkirkja er eitt af megin kennileitum Hafnarfjarðar og á sér langa og viðburðarríka sögu innan samfélagsins.

Kirkjan sjálf er afar vel staðsett í hjarta Hafnarfjarðar og er allur aðbúnaður og aðstaða til mikillar fyrirmyndar.

Gróskumikið starf er unnið innan kirkjunnar og má þar nefna barna- og unglingastarf sem hefur verið í örum vexti undanfarin ár.

Helgihald er hvern helgan dag í Hafnarfjarðarkirkju.

Krýsuvíkurkirkja var endurvígð þann 31.maí árið 2022 og er helgihald í henni að jafnaði tvisvar sinnum á ári, að vori og að hausti.

Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Starf

  • Umsókn

  • Biskup

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði