Glæsileg tónleikaröð í Hallgrímskirkju

31. janúar 2023

Glæsileg tónleikaröð í Hallgrímskirkju

Orgel Hallgrímskirkju mynd-hsh

Hallgrímskirkja hefur á undanförnum árum lagt metnað sinn í að halda glæsilega tónleika, enda hljómburður þar góður til tónlistarflutnings.

Tónleikaröðin sem nú er framundan hefst með hádegistónleikum laugardaginn 4. febrúar kl.12:00.

Þá mun Elísabet Þórðardóttir leika á orgel og Þórður Árnason á gítar.

Föstudaginn 24. febrúar kl. 18:00 eru tónleikar með INTELLIGENT INSTRUMENTS LAB, sem sérhæfa sig í að smíða sín eigin hljóðfæri fyrir sína eigin tónlist.

Hádegistónleikar eru svo aftur laugardaginn 4. mars kl. 12:00.

Þá leikur Örn Magnússon á orgel og Hildigunnur Einarsdóttir, messósópran syngur.

Kvöldsöngur á Boðunardegi Maríu verður sunnudaginn 26. mars kl. 17:00.

Þar syngur Kór Hallgrímskirkju undir stjórn Steinars Loga Helgasonar.

Fjölnir Ólafsson, barítón syngur og Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel.

Hádegistónleikar verða laugardaginn 1. apríl kl. 12:00.

Þá mun Tómas Guðni Eggertsson leika á orgel og Davíð Þór Jónsson á píanó.

Á skírdag þann 6. apríl kl. 17:00 verður flutt Stabat Mater eftir Pergolesi.

Hildigunnur Einarsdóttir, messósópran og Hallveig Rúnarsdóttir, sópran syngja og Kammersveit Reykjavíkur leikur undir leiðsögn Unu Sveinbjarnardóttur.

Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel.

Laugardaginn 29. apríl kl. 14:00 eru tónleikar á vegum Listaháskólans.

Laugardaginn 6. maí kl. 12:00 eru hádegistónleikar þar sem Daníel Þorsteinsson leikur á píanó og Kristjana Arngrímsdóttir og Ösp Eldjárn syngja.

Krýningarmessan eftir Mozart verður flutt sunnudaginn 21. maí kl. 17:00.

Kór Hallgrímskirkju flytur ásamt Barokkbandinu Brák.

Eyrún Unnarsdóttir, sópran, Kristín Sveinsdóttir, messósópran, Benedikt Kristjánsson, tenór og Fjölnir Ólafsson, barítón syngja.

Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel.

Stjórnandi er Steinar Logi Helgason.

Tónleikaröðinni lýkur með hádegistónleikum laugardaginn 3. júní kl. 12:00.

Sven-Ingvart Mikkelsen leikur þá á orgel.

 

Heildardagskrá tónleikaraðarinnar er hér fyrir neðan.

slg



Myndir með frétt

  • List og kirkja

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Tónlist

  • Kirkjustarf

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði