Vel sótt starf eldri borgara

1. febrúar 2023

Vel sótt starf eldri borgara

Síðastliðið haust hófust vikulegar samverur eldri borgara í Hafnarfjarðarkirkju.

Stundirnar eru alla þriðjudaga og hefjast þær með kyrrðar- og bænastund í kirkjunni áður en gengið er yfir í safnaðarsalinn Hásali þar sem boðið er upp á létta hádegishressingu.

Þá hefur verið útbúið sönghefti fyrir stundirnar sem sungið er uppúr áður en "góður gestur" kemur í heimsókn.

Stundum hefur verið stiginn dans þegar svo vel hefur viljað til að harmonikkuleikur hefur verið.

 

Sr. Jónína Ólafsdóttir er sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju og hafði hún þetta um starfið að segja:

„Stundirnar hafa fengið afar góðar viðtökur og ljóst er að þörf var fyrir kirkjusamfélag í Hafnarfirði fyrir þennan aldurshóp.

Skipulag og umsjón með stundunum hefur verið í höndum Kristínar Jóhannesdóttur og sr. Sigurðar Kr. Sigurðssonar en þau eru bæði þjóðkirkjunni kunn því Kristín starfaði lengst af sem organisti og gerir enn og sr. Sigurður er prestur á eftirlaunum, starfaði lengst af á Höfn í Hornafirði.

Þá koma prestar kirkjunnar einnig að stundunum og taka í þeim virkan þátt."

Fréttaritari kirkjan.is spurði þá sr. Jónínu um annað starf sem prestar Hafnarfjarðarkirkju koma að varðandi eldri borgara.

Hún sagði:


„Prestar Hafnarfjarðarkirkju heimsækja einnig Hjúkrunarheimilið Sólvang sem er staðsett í Hafnarfjarðarsókn.

Þar eru prestarnir með helgistundir og leiða söng og sinna þar reglulegri sálgæslu.

Í stundunum koma saman íbúar á deildum hjúkrunarheimilisins, ásamt fólki sem kemur einungis í dagdvöl á heimilinu.

Þá er alltaf talsvert um það að óskað sé eftir prestum við dánarbeð þegar andlát verður á hjúkrunarheimilum í bænum.

Prestar Hafnarfjarðarkirkju taka einnig þátt í samstarfi með öðrum kirkjum í Hafnarfirði um helgihald á Hrafnistu í Hafnarfirði."

 

Á vef Hafnarfjarðarkirkju má sjá dagskrá starfsins frá áramótum og fram á vor, en einnig má sjá hana hér fyrir neðan.

• 24. janúar Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir hússtjórnarkennari.

• 31. janúar Janus Guðlaugsson frá Heilsueflingu.

• 07. febrúar Þorrablót.

• 14. febrúar

• 21. febrúar Óttar Guðmundsson geðlæknir.

• 28. febrúar Eiríkur P. Jörundsson rithöfundur.

• 07. mars Þórey Dögg Jónsdóttir djákni fjallar um orlofsdvöl á Löngumýri.

• 14. mars Elín Sigrún Jónsdóttir lögmaður.

• 21. mars Annríki. Þjóðbúningar og skart.

• 28. mars Heimsókn á Seltjarnarnes, rúta í boði frá Hafnarfjarðarkirkju.

• 04. apríl Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson sýnir píslargönguna í myndum.

 

slg



Myndir með frétt

  • Fræðsla

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustarf

  • Öldrunarþjónusta

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Eldri borgarar

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði