Yfirlýsing norræns fundar samkirkjumála um stríðið í Úkraínu

3. febrúar 2023

Yfirlýsing norræns fundar samkirkjumála um stríðið í Úkraínu

Ritarar samkirkjumála á Norðurlöndum héldu fund í Sundvollen Noregi 30. janúar til 1. febrúar 2023.

Stríðið í Úkraínu og hlutverk kirkjunnar var til umræðu á fundinum.

Þar var samin erfitrfarandi yfirlýsing:


Saman viljum við lýsa alvarlegum áhyggjum okkar af stríði gegn almennum borgurum og innviðum af hendi rússneskra hersins.

Þetta eru glæpir gegn mannkyninu og brot á alþjóðlegum lögum.

Kirkjur okkar og samkirkjunefndir eru í samskiptum og samstarfi við kirkjur í Úkraínu og höfum við tekið þátt í að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu á Norðurlöndum.

Við hvetjum leiðtoga Rússnesku réttrúnaðarkirkjunnar til að taka afstöðu gegn innrásinni í Úkraínu og því ofbeldi sem íbúar Úkraínu hafa upplifað síðast liðið ár.

Það er okkar hlutverk að fylgja boðum Krists og stuðla að friði og kærleika og sinna þeim sem minna mega sín.

Við biðjum fyrir friði í Úkraínu og biðjum þess að stríðinu ljúki sem fyrst.

Nú þegar eitt ár er að verða liðið frá innrás Rússa í Úkraínu bjóðum við öllu kristnu fólki á Norðurlöndum að sameinast okkur í bæn fyrir réttlátum friði.

Ykkar í Kristi.

Norænn fundur samkirkjumála.“


Magnea Sverrisdóttir verkefnastjóri samkirkjumála á Biskupsstofu sótti fundinn.

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við Magneu, sem var stödd í Noregi og spurði hana um fundinn.

Magnea sagði:

„Farið var yfir stöðu samkirkjumála á Norðurlöndum og rætt um hvaða verkefni hafa verið í gangi og hvernig covid hefur haft áhrif.

Stríðið í Úkraínu var mikið til umræðu.

Við ræddum stöðu stríðsins og stöðu kirkjunnar í Úkraínu.

Einnig var mikið rætt um það hvernig kirkjur geta unnið saman í því að styðja flóttafólk og boðið kirkjur til samfélags og helgihalds.“

 

Geturðu nefnt mér dæmi um hvernig covid hefur haft áhrif á starf kirknanna?

 

„Covid hefur aukið samstarf í samkirkjumálum á Norðurlöndum með netfundum og þar með auknu flæði upplýsinga og stuðnings.“

 

Hvað var fleira rætt?


„Það var líka fjallað um nationlaisma, populisma og extremisma og í framhaldi af þeirri umræðu fórum við í Útey.

Það er mjög átakanlegt að koma í Útey þar sem sorgin ríkir enn eftir að 69 ungmenni létu lífið þar þann 22. júlí árið 2011.

Á sama tíma er þetta staður vonar þar sem 15.000 ungmenni koma á hverju ári í fræðslu um lýðræði og frið“

sagði Magnea að lokum.



slg




Myndir með frétt

  • Ályktun

  • Covid-19

  • Flóttafólk

  • Fræðsla

  • Fundur

  • Hjálparstarf

  • Kærleiksþjónusta

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Úkraína

  • Alþjóðastarf

Prestar í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra ásamt fyrirlesurum

Vorfundur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra

26. apr. 2024
...síðasti prestafundur sr. Helgu Soffíu sem prófastur
Forsíðumynd-Sumardagurinn fyrst -skrúðganga á kirkjuplani.jpg - mynd

Sumardagurinn fyrsti í Bústaðakirkju

26. apr. 2024
...fjölsótt dagskrá í kirkjunni
Digraneskirkja

Laust starf

26. apr. 2024
...prests við Digranes- og Hjallaprestakall