Kórahátíð og tónlistarmessa með fjölbreyttri efnisskrá.

8. febrúar 2023

Kórahátíð og tónlistarmessa með fjölbreyttri efnisskrá.

Vídalínskirkja

Fjölmennur samkór frá Grindavík, Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Mosfellsbæ, Keflavík, Njarðvík, Vogum, Garði og Sandgerði, Kjalarnes og Kjós kemur fram í Vídalínskirkju laugardaginn 11. febrúar kl. 16:00

Að sögn sr. Stefáns Más Gunnlaugssonar héraðsprests í Kjalarnesprófastsdæmi þá er það prófastsdæmið sem stendur fyrir kórahátíðinni, en tónlistarnefnd prófastsdæmisins ásamt héraðspresti hefur veg og vanda að undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar.

Tónlistarnefndina skipa sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur á Reynivöllum í Kjós, Arnór B. Vilbergsson, organisti í Keflavíkurkirkju og Jóhann Baldvinsson organisti í Vídalínskirkju."

Sr. Stefán Már bætti við:

„Þetta er samstarfsverkefni allra kóra og organista í prófastsdæminu og organistar prófastsdæmisins skipta með sér verkum að spila undir og kórstjórn.

Annað tónlistarfólk sem fram kemur er Matthías Stefánsson, sem leikur á fiðlu og Þorvaldur Halldórsson, sem leikur á slagverk.

Trompetleikarar verða þeir Eiríkur Örn Pálsson og Einar Jónsson.

Hátíðin á sér langan aðdraganda en til stóð að halda hana fyrst í febrúar 2020 en við höfum ítrekað þurft að fresta henni vegna aðstæðna í þjóðfélaginu.

Við gerum ráð fyrir að um 150 manna kór syngi á mótinu"

sagði sr. Stefán Már



Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við Arnór B. Vilbergsson organista í Keflavíkurkirkju og spurði hann um viðburðinn sem í vændum er.

Arnór sagði:

„Það er langt síðan síðasta svona kóramót var og er mikil tilhlökkun í loftinu.

Búist er við 150 manns úr öllum þessum kórum.

Eitthvað af þessu fólki hefur eflaust sungið saman áður þegar þessi kóramót voru reglulega, en meirihlutinn aldrei.

Efnistökin eru vissulega öll af trúarlegum toga, allt frá sálmum yfir í gospel.

Við syngjum til dæmis kafla úr Friðarmessu Karls Jenkins, Sanctus og gospellagið “Way maker” við íslenskan texta.

Einnig syngjum við Hallelúja, dýrð sé Drottni í útsetningu Ernst Pepping og Ave Maria eftir Caccini.

Svo fylgir svolítið af sálmaperlum.

Kórarnir koma til með að syngja allt saman, utan Miskunnarbænarinnar sem Barbörukórnum var falið að flytja.

Kórunum var að sjálfsögðu gefin kostur á að taka þátt í því sem þeir treystu sér til þar sem kórarnir eru mjög misjafnir af fjölda“

sagði Arnór B. Vilbergsson að lokum.


slg

Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Messa

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Viðburður

  • Heimsókn

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði