Prestsvígsla í Dómkirkjunni í Reykjavík

13. febrúar 2023

Prestsvígsla í Dómkirkjunni í Reykjavík

Vígsluþegar ásamt Biskupi Íslands og vígsluvottum

Prestsvígsla var í Dómkirkjunni í Reykjavík í gær 12. febrúar.

Biskup Íslands vígði tvo presta.

Vígð voru sr. Karen Hjartardóttir og sr. Ægir Örn Sveinsson.

Sr. Karen vígist til Bjarnanesprestakalls, sem nær yfir Hafnarsókn í Hornafirði, Bjarnanessókn, Brunnhólssókn, Hofssókn í Öræfum og Kálfafellsstaðarsókn.

Sóknarprestur í Bjarnanesprestakalli er sr. Gunnar Stígur Reynisson.

Sr. Ægir Örn vígist til Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalls.

Þar eru tvær sóknir, Ingjaldshólssókn og Ólafsvíkursókn.

Vígsluvottar voru sr. Gunnar Stígur Reynisson, sr. Halldóra Þorvarðardóttir prófastur Suðurprófastsdæmis, sr. Gunnar Eiríkur Hauksson prófastur Vesturlandsprófastsdæmis og sr. Magnús Björnsson pastor emeritus.

Sr. Elínborg Sturludóttir þjónaði fyrir altari.


slg





Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Vígsla

  • Biskup

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.