Prestsvígsla í Dómkirkjunni í Reykjavík

13. febrúar 2023

Prestsvígsla í Dómkirkjunni í Reykjavík

Vígsluþegar ásamt Biskupi Íslands og vígsluvottum

Prestsvígsla var í Dómkirkjunni í Reykjavík í gær 12. febrúar.

Biskup Íslands vígði tvo presta.

Vígð voru sr. Karen Hjartardóttir og sr. Ægir Örn Sveinsson.

Sr. Karen vígist til Bjarnanesprestakalls, sem nær yfir Hafnarsókn í Hornafirði, Bjarnanessókn, Brunnhólssókn, Hofssókn í Öræfum og Kálfafellsstaðarsókn.

Sóknarprestur í Bjarnanesprestakalli er sr. Gunnar Stígur Reynisson.

Sr. Ægir Örn vígist til Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalls.

Þar eru tvær sóknir, Ingjaldshólssókn og Ólafsvíkursókn.

Vígsluvottar voru sr. Gunnar Stígur Reynisson, sr. Halldóra Þorvarðardóttir prófastur Suðurprófastsdæmis, sr. Gunnar Eiríkur Hauksson prófastur Vesturlandsprófastsdæmis og sr. Magnús Björnsson pastor emeritus.

Sr. Elínborg Sturludóttir þjónaði fyrir altari.


slg





Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Vígsla

  • Biskup

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði