Þrjátíu ára afmæli Kvennakirkjunnar

13. febrúar 2023

Þrjátíu ára afmæli Kvennakirkjunnar

30 ára afmæli Kvennakirkjunnar

Það var vel mætt í afmælisboð Kvennakirkjunnar sem haldið var í tilefni af 30 ára afmæli kirkjunnar í Neskirkju í gær 12. febrúar.

Kvennakirkjan er sjálfstætt starfandi söfnuður innan íslensku Þjóðkirkjunnar og byggir starf sitt á kvennaguðfræði.

Hún var stofnuð þann 14. febrúar 1993.

Kvennakirkjan heldur guðþjónustur í hinum ýmsu kirkjum Þjóðkirkjunnar, oftast í Reykjavík, en líka úti á landi.

Kvennakirkjan hefur einnig haldið guðþjónustur í öðrum löndum og hefur tengsl við hina ýmsu hópa kvenna erlendis sem byggja starf sitt á kristinni trú.

Kvennakirkjan var stofnuð af konum sem sóttu námskeið í kvennaguðfræði í Tómstundaskólanum vorið 1991 undir stjórn séra Auðar Eirar Vilhjálmsdóttur.

Þann 14. febrúar árið 1993 var fyrsta messan haldin í Kópavogskirkju.

Afmæli kirkjunnar er miðað við þann dag.

Sr. Agnes M. Sigurðardóttir, núverandi Biskup Íslands, sem þá var sóknarprestur á Hvanneyri prédikaði í fyrstu messunni.

 

Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir stofnandi og frumkvöðull Kvennakirkjunnar sagði eitt sinn:

"Kvennaguðfræði er guðfræði sem konur skrifa um vináttu Guðs í lífi þeirra sjálfra og allri veröldinni fyrr og síðar.

Hún er um löngun okkar og möguleika til að nota kristna trú í okkar í daglega lífi, svo að við séum sáttar við sjálfar okkur eins og við erum, sjáum hvað við erum yndislegar manneskjur og getum þess vegna ráðist í þær breytingar sem okkur langar til að gera í lífinu."

Þrjátíu ára afmælishátíðin hófst í Safnaðarheimili Neskirkju með kaffiboði.

Að því loknu fór fram samtal um framtak Kvennakirkjunnar í 30 ár.

Á dagskrá voru þrjú stutt erindi.

Í því fyrsta rakti sr. Arndís Linn kynni sín af femínískri guðfræði og Kvennakirkjunni og þau áhrif sem þau kynni hafa haft á hana sem einstakling og prest.

Aðalheiður Þorsteinsdóttir fór því næst yfir þróun tónlistar innan Kvennakirkjunnar og rakti hvernig nýir sálmar urðu til á upphafsárum hennar og hvernig nýtt tungutak varð smám saman til í sálmunum.

Anna Sigríður Helgadóttir söng fyrir gesti tóndæmi úr Sönghefti kvennakirkjunnar Brauð og rósir en það er fyrsta sönghefti Kvennakirkjunnar.

Í því eru 16 frumortir textar íslenskra kvenna við lög úr ýmsum áttum.

Þá sýndu þær einnig hvernig sálmar Kvennakirkjunnar höfðu áhrif og voru teknir með inní nýútkomna sálmabók þjóðrkirkjunnar.

Að lokum flutti sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir, sóknarprestur í Odda erindi um Guðþjónustubók Kvennakirkjunnar Göngum í hús Guðs og lýsti þróun í helgihaldinu gegnum árin.

Hún lýsti því hvernig bókin er uppsett og ætluð til notkunnar.

Milli erindanna var rými fyrir samtal þar sem sköpuðust skemmtilegar umræður og nokkrar Kvennarkirkjukonur lýstu þeim áhrifum sem guðfræðin og helgihaldið hefur haft á þær.

Að samtalinu loknu var haldið inní kirkjuna þar sem fram fór guðþjónusta.

Í henni tóku margar konur þátt og sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikaði.

Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir lýsti blessun.

slg



Myndir með frétt

  • Fræðsla

  • Guðfræði

  • Kirkjustarf

  • Leikmenn

  • Messa

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Biskup

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði