Tónlistarlífið í kirkjunni

15. febrúar 2023

Tónlistarlífið í kirkjunni

Dorte Zielke trompetleikari og Sören Johansen orgelleikari

Tónlistarlífið í kirkjunni er mjög blómlegt um þessar mundir.

Form á hefðbundnum tónleikum hefur breyst á undanförnum árum, þar sem meira er um talað orð og jafnvel mynd- og leiksýningar.

Í kvöld 15. febrúar og annað kvöld, 16. febrúar verða tónleikar í Háteigskirkju með sögulegu ívafi og myndum á skjá.

Þá munu Dorte Zielke trompetleikari og Søren Johansen orgelleikari frá Danmörku halda tónleika í orðum, tónum og myndum og segja sögu tveggja danskra tónskálda, þeirra Rued Langgaard og Carl Nielsen.

Dorthe og Søren hafa unnið saman síðan 1998 og haldið yfir 400 tónleika í kirkjum í Danmörku auk þess að hafa komið fram í Evrópu, Bandaríkjunum, Asíu og Ástralíu.

Fyrri tónleikarnir sem eru í kvöld kl. 20:00 eru um klukkustundar langir.

Þá verða verk eftir tónskáldið Rued Langgaard leikin og saga hans sögð í töluðu máli og með myndum á skjá.

Seinni tónleikarnir sem verða annað kvöld kl. 20:00 eru einnig um klukkustundar langir.

Þá verður dagskráin helguð tónskáldinu Carl Nielsen og verður tónlist hans leikin í nýjum útsetningum fyrir trompet og orgel og saga hans sögð í orðum og myndum.

Aðgangur er ókeypis bæði kvöldin.

 

slg


  • Heimsókn

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Nýjung

  • Tónlist

  • Fræðsla

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði