Sögur frá Íran í Alþjóðlega söfnuðinum

17. febrúar 2023

Sögur frá Íran í Alþjóðlega söfnuðinum

Bænaljós í Breiðholtskirkju

Eins og kirkjan.is greindi frá  í janúar þá var haldin alþjóðleg samkirkjuleg bænavika 19.-25. janúar s.l.

Alþjóðleg samkirkjuleg bænavika fyrir einingu kristninnar er haldin árlega.

Þessa viku sameinast kristið fólk um allan heim í bæn fyrir einingu.

Þema vikunnar ársins 2023 var: Gerðu gott, leitaðu réttlætis.

Bænavikan er undirbúin af kirkjum sem tilheyra samkirkjulegum samtökum Alkirkjuráðinu World Council of Churches  og Rómversk-kaþólsku kirkjunni.

Hér á landi er bænavikan undirbúin af Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga á Íslandi og samkirkjulegum hópum á Akureyri og víðar.

Þemað fyrir bænavikuna fyrir kristinni einingu 2023 var valið og efnið útbúið af hópi kristinna karla og kvenna í Bandaríkjunum.

Í mörg ár hefur verið eitt versta kynþáttamisrétti bandarísku þjóðarinnar í Minnesota.

Sem dæmi má nefna þegar athygli umheimsins dróst að Minnesota og kynþáttamisrétti þar þegar lögreglumaður í Minneapolis myrti svartan karlmann, George Floyd, í mars árið 2020.

Black Lives Matter hreyfingunni var hrint af stokkunum árið 2013 eftir að hvítur karlmaður var sýknaður af morði Trayvon Martin.

BLM er hreyfing sem þegar hafði fengið vind í seglin í að berjast gegn ofbeldi á svörtu fólki nokkrum árum á undan George Floyd morðinu.

Í þessu samhengi var áhersla bænavikunnar í ár lögð á einingu kirknanna og leitina að því að sigrast á múrum aðskilnaðar innan mannkyns eins og kynþáttafordómum, með orðalaginu Gerðu gott, leitaðu réttlætis.

Bæn, sérstaklega bæn um kristna einingu, hefur mikilvæga merkingu þegar hún á sér stað í hjarta baráttunnar gegn því sem aðskilur okkur sem manneskjur sem eru sköpuð með jafna reisn í mynd og líkingu Guðs.

Svo mikilvægt mál er auðvitað ekki aðeins efni fyrir bænir kirkna í tiltekinni viku, heldur ætti það að vera stöðugt umræðuefni þegar við biðjum í kirkjunum okkar.

Meðlimir undirbúningshópsins í Minnesota eru vongóðir um að persónuleg reynsla þeirra af kynþáttafordómum geti borið vitni um ómannúðleikann sem börn Guðs sýna hvert öðru.

 

Sjötta dag bænavikunnar, þann 23. janúar s.l. var bænasamkoma haldin hjá Alþjóðlega söfnuðinum í Breiðholtskirkju.

Prestar Alþjóðlega safnaðarins eru sr. Toshiki Toma og sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir, sem sendu fréttaritara kirkjan.is eftirfarandi vitnisburði fólks frá Íran sem fluttir voru á bænasamkomunni.

 

Þau segja:

 


„Á bænasamkomunni sögðu tveir íranskir félagar í söfnuðinum frá kúgun og órétti sem almenningur í Íran, konur, börn og ungmenni upplifa.

Þetta eru mikilvægir vitnisburðir til umhugsunar og bænaefni fyrir okkur öll sem erum hluti líkama Krists.

 

Annar félaginn hafði þetta að segja:

 

„Undanfarna mánuði hefur mál hlotið mikla athygli í fjölmiðlum, fréttaveitum og ólíkum samfélagsmiðlum, á mörgum mismunandi tungumálum og í löndum um allan heim, um Íran og fjöldamorð á saklausu fólki og börnum.

Það byrjaði allt með hinu hörmulega andláti hinnar 22 ára Mahsa Amini, sem var kúrdísk stúlka með eðlilegt útlit, sem var barin af siðferðislögreglunni.

Íranir vildu mótmæla þessu hrottalega athæfi, þeir vildu mótmæla glötuðu frelsi sínu en ástandið bara versnaði og versnaði.

Lögreglusveitum ætti að treysta og fólk ætti að finna til öryggis í kringum þær en því miður er því öfugt farið í Íran.

Sveitir Íslamska lýðveldisins hlupu á eftir hræddri stúlku sem var mótmælandi, þeir náðu henni og börðu hana til bana, földu lík hennar fyrir fjölskyldu hennar svo að enginn myndi komast að því hvernig hún dó.

Stúlkan var aðeins 16 ára.

Önnur stúlka var handtekin.

Eftir viku af nauðgunum, pyntingum og barsmíðum var hún flutt á sjúkrahús án þess að fjölskylda hennar fengi neitt að vita.

Stúlkan var aðeins 20 ára gömul.

Hversu margar mæður hafa kvatt ástkær börn sín á morgnana og aldrei séð þau aftur?

Þetta er of mikill missir og sorg fyrir okkar kæru fjölskyldur.

Of margt ungt saklaust fólk er dæmt til dauða af tilbúnum ástæðum af íslömskum stjórnvöldum.

Þar að auki verð ég að segja að lífið fyrir minnihlutahópa er eins og lifandi helvíti.

Transgender fólk/eða transfólk er það heppnasta í þessu samfélagi sem hefur rétt á því að vera á lífi en þeir mega ekki taka neinar ákvarðanir í eigin þágu.

Það skiptir ekki máli hvort þú ert 17 eða 31 árs, ef þú ert trans verður skurðaðgerð þín ekki gerð nema með samþykki föður þíns.

Of margir samkynhneigðir ungir menn sem eru sendir í her með valdi og verða fyrir kynferðisofbeldi af öðrum, því að vera samkynhneigður er glæpur og þú ert sekur svo ef einhver kemst að því verður þú dæmdur til dauða.

Einræðisstjórnin, íslamska lýðveldisstjórnin, verður að binda enda á þessi fjöldamorð og þjóðarmorð á írönsku fólki.

Okkur dreymir um frelsi landsins okkar Íran.“

 

Annar félagi sagði:


„Á þessari stundu erum við samankomin, biðjum fyrir og tölum um réttlæti, á meðan íbúar margra landa þurfa að berjast og jafnvel myrða til að ná því fram.

Á meðal allra þessara landa vil ég nefna Íran og einstaklega hugrökku konurnar í heimalandi mínu sem hafa barist og sumar látið lífið fyrir jafnrétti, frelsi og réttlæti frá stofnun Íslamska lýðveldisins fyrir um 44 árum.

Ég vil nefna

....konurnar sem mega ekki ferðast úr landi og fá vegabréf eða eða fara í nám án lagalegs leyfis feðra eða eiginmanns,

.....konurnar sem hafa ekki lagalegan rétt til að skilja við eiginmenn sína, en eiginmenn geta skilið við þær hvenær sem þeir vilja,

.....konurnar sem mega ekki fara með löglegt forræði yfir börnum sínum eftir skilnað og ef eiginmaður þeirra deyr fara þau til feðra eiginmanns þeirra,

.....konurnar sem fá ekki að velja sér föt,

.....konurnar sem mega ekki ferðast á reiðhjólum eða mótorhjólum,

.....konurnar sem mega ekki syngja opinberlega og svo ótal margt fleira er ekki leyft.

Á síðasta ári var falleg 17 ára stúlka sem hafði verið neydd í hjónaband af föður sínum, myrt af eiginmanni sínum sem skar höfuð hennar af.

Loksins fyrir tveimur dögum síðan dæmdi dómarinn hann í aðeins 8 ára fangelsi, vegna þess að þessi fátæka stúlka sem hét Mona Heydari hafði flúið af heimili mannsins síns.

Ég trúi því að flest ykkar viti að fyrir nokkrum mánuðum hófst bylting í Íran sem er kölluð konur-líf-frelsi og ég vil nefna að íranskar konur hafa risið upp aftur fyrir réttlæti.

Á þessari braut þurfa þær blessun og bænir frá ykkur öllum.

Sérstaklega á þessum degi sem er fæðingardagur einnar af þessum hugrökku konum Nedu Aghasoltan sem var skotin beint af stjórnarhernum fyrir 13 árum í mótmælum.

Í lokin vil ég bæta þessu við að réttlæti verður komið á í öllum heiminum, þar á meðal landi mínu Íran, vegna þess að það er eitt mesta loforð Guðs eins og það var sagt í Jesaja 56-1:

,,Svo segir Drottinn:
Varðveitið réttinn og iðkið réttlæti
því að hjálpræði mitt er í nánd
og réttlæti mitt birtist bráðlega".


 

slg


  • Flóttafólk

  • Kirkjustarf

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Alþjóðastarf

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju