Áhugaverð fræðsla á foreldramorgnum

22. febrúar 2023

Áhugaverð fræðsla á foreldramorgnum

Handhafar hvatningarverðlaunanna

Foreldramorgnar eru mjög vaxandi vaxtarbroddur í kirkjunni.

Nú er meira um fræðslu á þessum morgnum en var hér áður fyrr og er áhugavert að skoða síður safnaðanna, en þar má oft sjá athyglisverða fyrirlesara og umfjöllunarefni.

Það má meðal annars sjá á síðu Bústaðakirkju að Carolina Schinder listmeðferðarfræðingur mun koma á foreldramorgun í kirkjunni á morgun, fimmtudaginn 23. febrúar kl. 10:00.

Hún mun fjalla um skynfæraverkefni í tengslum við tilfinningavinnu sem hún bjó til fyrir leikskólabörn á aldrinum eins árs til þriggja ára.

Carolina fékk nýverið hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar fyrir verkefnið sem sjá  má hér en þar segir m.a.

"Tilfinningaverkefnið í Hálsaskógi leggur áherslu á að vinna með skynúrvinnslu og skynupplifun yngstu barnanna í leikskólanum.

Í umsögn dómnefndar segir meðal annars að verkefnið taki með þessu mið af þörfum þeirra á einstaklings­bundinn hátt.

Öll börn þurfa tækifæri til að njóta styrkleika sinna sem er lykilþáttur í að byggja upp jákvæða sjálfsmynd. Carolina Schinder hefur leitt verkefnið."


Í Bústaðakirkju mun Carolina einnig fjalla um myndræna meðferðarnálgun sem hún sinnir í störfum sínum á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans BUGL, þar sem hún starfar sem listmeðferðarfræðingur.

 

slg


  • Fræðsla

  • Heimsókn

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Barnastarf

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði