Áhugaverð fræðsla á foreldramorgnum

22. febrúar 2023

Áhugaverð fræðsla á foreldramorgnum

Handhafar hvatningarverðlaunanna

Foreldramorgnar eru mjög vaxandi vaxtarbroddur í kirkjunni.

Nú er meira um fræðslu á þessum morgnum en var hér áður fyrr og er áhugavert að skoða síður safnaðanna, en þar má oft sjá athyglisverða fyrirlesara og umfjöllunarefni.

Það má meðal annars sjá á síðu Bústaðakirkju að Carolina Schinder listmeðferðarfræðingur mun koma á foreldramorgun í kirkjunni á morgun, fimmtudaginn 23. febrúar kl. 10:00.

Hún mun fjalla um skynfæraverkefni í tengslum við tilfinningavinnu sem hún bjó til fyrir leikskólabörn á aldrinum eins árs til þriggja ára.

Carolina fékk nýverið hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar fyrir verkefnið sem sjá  má hér en þar segir m.a.

"Tilfinningaverkefnið í Hálsaskógi leggur áherslu á að vinna með skynúrvinnslu og skynupplifun yngstu barnanna í leikskólanum.

Í umsögn dómnefndar segir meðal annars að verkefnið taki með þessu mið af þörfum þeirra á einstaklings­bundinn hátt.

Öll börn þurfa tækifæri til að njóta styrkleika sinna sem er lykilþáttur í að byggja upp jákvæða sjálfsmynd. Carolina Schinder hefur leitt verkefnið."


Í Bústaðakirkju mun Carolina einnig fjalla um myndræna meðferðarnálgun sem hún sinnir í störfum sínum á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans BUGL, þar sem hún starfar sem listmeðferðarfræðingur.

 

slg


  • Fræðsla

  • Heimsókn

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Barnastarf

holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall