Kristniboðsvikan framundan

22. febrúar 2023

Kristniboðsvikan framundan

Kristniboðsvikan fer fram 26. febrúar - 5. mars 2023.

Dagskráin verður mjög fjölbreytt og hefst á þessum hvatningarorðum úr Postulasögunni:

“En þér munuð öðlast kraft er heilagur andi kemur yfir yður og þér munuð vera vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar."

 

Gestur vikunnar og aðalræðumaður og fyrirlesari er Andrew Hart, stofnandi og framkvæmdastjóri Pak7  fjölmiðlakristniboðsins.


Sunnudaginn 26. febrúar kl. 13:00 verður samkoma í Íslensku Kristskirkjunni, Fossaleyni 14.

Ræðumaður verður Andrew Hart, en Ljósbrot kór KFUK syngur undir stjórn Keith Reed.

Þá verður flutt kveðja frá Leifi Sigurðssyni, kristniboða í Japan kl. 20:00.


Mánudaginn 27. febrúar kl. 16:00 verður samvera með Andrew Hart fyrir ungt fólk á aldrinum 18- 35 ára í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58- 60.

Kristniboðsþátturinn “Köllun og kraftaverk” verður á kristilegu útvarpsstöðini Lindinni FM 102,9 með viðtali við Andrew Hart framkvæmdastjóra Pak7 og Ragnheiður Sverrisdóttir sjálfboðaliði kemur í spjall um íslenskukennslu hjá SÍK.


Þriðjudaginn 28. febrúar kl. 20:00 talar Andrew Hart á Lindinni um hvernig við getum nýtt fjölmiðla og samfélagsmiðla til boðunar.


Miðvikudaginn 1. mars kl. 20:00 verður samkoma í Kristniboðssalnum.

Á slóðum kristniboða í Keníu: Viðtal við sr. Elínborgu Gísladóttur.

Ræðumaður verður Andrew Hart.


Fimmtudaginn 2. mars kl. 20:00 verður fræðslukvöld í húsi KFUM og K Holtavegi 28.

Andrew Hart segir frá Pakistan og starfi Pak7.


Föstudaginn 3. mars kl. 20:00 verður unglingasamkoma í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58- 60.


Laugardaginn 4. mars kl. 11:00 verður bænaganga í Elliðaárdal.

Lagt verður af stað klukkan 11:00 frá stóra bílastæðinu neðst á Rafstöðvarvegi í Elliðaárdal.

Genginn verður um 4-5 km hringur, bæði á malbiki og skógarstígum.

Það verður stoppað oft á leiðinni til að biðja fyrir málefnum kristniboðsins og lesa vers eða örhugvekjur.

Anna Magnúsdóttir og Guðmundur Jóhannsson leiða gönguna.


Sunnudaginn 5. mars kl. 17:00 verður samkoma í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut.

Ræðumaður verður Andrew Hart.

Sýnt verður myndband frá starfi Pak7.

Karlakór KFUM syngur undir stjórn Ástu Haraldsdóttur.

Þá verður viðtal við Jarek Dudziak forstöðumann pólsku kirkjunnar og hópur frá pólsku kirkjunni syngur.

slg





Myndir með frétt

  • Fjölmiðlar

  • Flóttafólk

  • Fræðsla

  • Heimsókn

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Alþjóðastarf

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju