Hátíð í tilefni 35 ára vígsluafmælis Víðistaðakirkju

28. febrúar 2023

Hátíð í tilefni 35 ára vígsluafmælis Víðistaðakirkju

Kór Víðistaðakirkju -mynd Þóroddur Skaptason

Í dag 28. febrúar eru liðin 35 ár frá vígslu Víðistaðakirkju í Hafnarfirði.

Í tilefni vígsluafmælisins var haldin hátíðarguðsþjónusta í kirkjunni sunnudaginn 26. febrúar að viðstöddu fjölmenni.

Séra Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti prédikaði og séra Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur þjónaði fyrir altari með aðstoð messuþjóna kirkjunnar.

Kór Víðistaðasóknar söng undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur fyrsta organista kirkjunnar, en hún hljóp í skarðið fyrir Svein Arnar Sæmundsson núverandi organista.

Að guðsþjónustu lokinnni var boðið upp á veislu- og hátíðarkaffi í safnaðarheimilinu og naut fólk góðrar samveru þar undir fjörugum harmonikuhljómum er Benedikt Sigurðsson kirkjuvörður lék.

Að sögn sr. Braga J. Ingibergssonar hefur margt fólk komið að starfi kirkjunnar í gegnum tíðina sem og þau sem  tóku þátt í uppbyggingu hennar á sínum tíma.

Margt af þessu fólki mætti til kirkju og fagnaði af þessu tilefni og átti góða stund saman.

Má þar nefna hjónin Baltasar og Kristjönu Samper en Baltasar málaði hinar einstöku freskumyndir sem prýða kirkjuna og vekja alltaf jafnmikla athygli kirkjugesta.

Myndirnar sem birtast með fréttinni tók Þóroddur Skaptason.

Efst er Kór Víðistaðasóknar, en hér fyrir neðan er vígslubiskupinn í Skálholti sr. Kristján Björnsson og sóknarpresturinn sr. Bragi J. Ingibergsson.

Þá er mynd af Benedikt Sigurðssyni kirkjuverði að þenja nikkuna.

Næsta mynd er tekin yfir veislusalinn.

Þá má sjá Baltasar og Kristjönu Samper svo og Guðrúnu Helgu Bjarnadóttur eiginkonu sr. Kristjáns Björnssonar vígslubiskups.

Að lokum er mynd af Óskari Jónssyni fyrsta kirkjuverði í Víðistaðakirkju og Karli Kristensyni fyrrverandi kirkjuverði.

 

slg



Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Vígslubiskup

  • Kirkjustaðir

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði