Skóburstun á Æskulýðsdaginn í Árbæjarkirkju

6. mars 2023

Skóburstun á Æskulýðsdaginn í Árbæjarkirkju

Fjölmenni var í Árbæjarkirkju á Æskulýðsdaginn

Æskulýðsdagurinn hefur verið haldinn síðan 1959 og er með miklum glæsibrag víða um land.

Mikil undirbúningsvinna er víða með fermingarbörnum, krökkum úr TTT starfi, unglingastarfi og með unglinga- og barnakórum.

Eftirtektarverð var sú vinna sem unnin var með fermingarbörnum í Grundarfirði eins og heyra mátti í útvarpsmessu æskulýðsdagsins.

Þar voru fermingarbörnin einlæg í frásögn sinni úr eigin lífi og sambandi þeirra við Guð lýstu þau á eftirminnilegan hátt.

Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar var eins og víða annars staðar á landinu haldinn hátíðlegur með fjölskylduguðsþjónustu í Árbæjarkirkju í Reykjavík.

Að sögn Ingunnar Bjarkar Jónsdóttur djákna hefur Árbæjarkirkja jafnan fagnað deginum með heimatilbúnum atriðum þar sem börnin koma fram og sýna hvað þau hafa verið að læra í kirkjustarfinu.

Hún segir:


„Börnin úr 7-9 ára starfinu voru með helgileik.

Yngri börnin sungu fyrir foreldra sína og aðra kirkjugesti.

Fermingarstúlkan Hildur María Torfadóttir söng einsöng.

Æskulýðsleiðtogarnir Andrea Birna og Aldís Elva leiddu æskulýðsmessuna auk mín og sr. Petrínu Mjallar Jóhannesdóttur.

Bjarmi Hreinsson lék á flygilinn.

Freydís Katla úr æskulýðsfélaginu saKÚL las ritningarlestur.

Sett var upp verslun í umsjón barna í 10-12 ára starfinu eftir guðsþjónustuna þar sem börnin seldu umhverfisvænar vörur eins og tannbursta, fjölnota rör, handgerðar sápur og scrunchie hárteygjur.

Árbæjarkirkja er græn kirkja og því er sala á umhverfisvænum vörum hluti af þeirri stefnu.

Einnig var boðið upp á skóburstun á vægu verði, þar sem börnin í æskulýðsfélaginu og 10-12 ára starfinu burstuðu skó kirkjugesta gegn sanngjarni greiðslu.

Hugmyndin er komin frá fótaþvotti Jesú, þegar hann þvoði fætur lærisveinanna.

Ágóðinn af góðgerðarsölunni og skóburstunninni rennur allur til Hjálparstarfs kirkjunnar og sérstaklega til barna sem þarfnast aðstoðar.

Boðið var upp á á kaffi og kleinur fyrir alla kirkjugesti í lokin.“

Sagði Ingunn Björk Jónsdóttir að lokum.


slg



Myndir með frétt

  • Barnastarf

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Umhverfismál og kirkja

  • Æskulýðsmál

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði