Kirkjuþingi framhaldið

7. mars 2023

Kirkjuþingi framhaldið

Kirkjuþingi 2022 – 2023 verður framhaldið kl. 13:00 föstudaginn 10. mars og kl. 9:00 laugardaginn 11. mars 2023 í Háteigskirkju.

Á dagskrá er fyrri umræða nýrra þingmála, s.s. ársreikningur Þjóðkirkjunnar fyrir árið 2022, mál sem starfsreglunefnd þingsins flytur, áfangaskýrsla nefndar kirkjuþings um húsnæðismál þjónustumiðstöðvar Þjóðkirkjunnar og fleira.

Einnig er á dagskrá síðari umræða þingmála, sem vísað var til nefnda á fyrri þingfundum kirkjuþings sl. haust og mál sem flutt eru í fyrri umræðu í þessari þinglotu.

Þingmálin eru aðgengileg á vef kirkjuþings hér: Málaskrá 2022 - 2023 

Kirkjuþingið fer fram í safnaðarsal Háteigskirkju og eru þingfundir í beinu streymi á vefnum.

Streymið verður aðgengilegt hér.

 

slg


  • Kirkjuþing

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Þjóðkirkjan

  • Fundur

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju