Kirkjuþingi framhaldið

7. mars 2023

Kirkjuþingi framhaldið

Kirkjuþingi 2022 – 2023 verður framhaldið kl. 13:00 föstudaginn 10. mars og kl. 9:00 laugardaginn 11. mars 2023 í Háteigskirkju.

Á dagskrá er fyrri umræða nýrra þingmála, s.s. ársreikningur Þjóðkirkjunnar fyrir árið 2022, mál sem starfsreglunefnd þingsins flytur, áfangaskýrsla nefndar kirkjuþings um húsnæðismál þjónustumiðstöðvar Þjóðkirkjunnar og fleira.

Einnig er á dagskrá síðari umræða þingmála, sem vísað var til nefnda á fyrri þingfundum kirkjuþings sl. haust og mál sem flutt eru í fyrri umræðu í þessari þinglotu.

Þingmálin eru aðgengileg á vef kirkjuþings hér: Málaskrá 2022 - 2023 

Kirkjuþingið fer fram í safnaðarsal Háteigskirkju og eru þingfundir í beinu streymi á vefnum.

Streymið verður aðgengilegt hér.

 

slg


  • Kirkjuþing

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Þjóðkirkjan

  • Fundur

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði