Kirkjuþingi framhaldið

7. mars 2023

Kirkjuþingi framhaldið

Kirkjuþingi 2022 – 2023 verður framhaldið kl. 13:00 föstudaginn 10. mars og kl. 9:00 laugardaginn 11. mars 2023 í Háteigskirkju.

Á dagskrá er fyrri umræða nýrra þingmála, s.s. ársreikningur Þjóðkirkjunnar fyrir árið 2022, mál sem starfsreglunefnd þingsins flytur, áfangaskýrsla nefndar kirkjuþings um húsnæðismál þjónustumiðstöðvar Þjóðkirkjunnar og fleira.

Einnig er á dagskrá síðari umræða þingmála, sem vísað var til nefnda á fyrri þingfundum kirkjuþings sl. haust og mál sem flutt eru í fyrri umræðu í þessari þinglotu.

Þingmálin eru aðgengileg á vef kirkjuþings hér: Málaskrá 2022 - 2023 

Kirkjuþingið fer fram í safnaðarsal Háteigskirkju og eru þingfundir í beinu streymi á vefnum.

Streymið verður aðgengilegt hér.

 

slg


  • Kirkjuþing

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Þjóðkirkjan

  • Fundur

Ingibjörg Jóhannsdóttir

Ingibjörg Jóhannsdóttir ráðin

30. mar. 2023
....djákni í Austfjarðarprestakalli
Páskaliljur í glugga á Fáskrúðsfirði-mynd sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir

Þjónusta kirkjunnar þegar áföll verða

30. mar. 2023
.......prestar á Austurlandi á vaktinni
Sr. Stefanía G. Steinsdóttir

Sr. Stefanía ráðin

29. mar. 2023
......í Ólafsfjarðarprestakall