Amici Angeli

10. mars 2023

Amici Angeli

Nýlega var stofnaður hópur kristins fólks sem kallar sig  Amici Angeli  sem merkir á íslensku Vinir Engilsins.

Hópurinn ætlar að hittast í Strandarkirkju í Selvogi og biðja saman á þeim helga stað.

Það er sr. Bjarni Þór Bjarnason sóknarprestur í Seltjarnarneskirkju sem fer fyrir hópnum og að hans sögn þá eru sjálfsagt skiptar skoðanir um hvaða staður sé helgastur á Íslandi.

 

Hann segir:

„Sumir myndu segja að Skálholt, Hólar eða Þingvellir væru helgustu staðir á Íslandi.

Einhverjir myndu nefna aðra staði hér á landi.

Margir fylla þann hóp á Íslandi sem telja Engilsvík í Selvogi vera helgasta staðinn.

Við Engilsvík stendur Strandarkirkja sem kynslóðir Íslendinga hafa heitið á.“

Eins og kunnugt er þá er helgi staðarins byggð á helgisögn um ungan bónda sem fór til Noregs að sækja við til húsagerðar.

Hann lenti í hafvillu og sjávarháska.

Í örvæntingu sinni hét hann að gefa allan viðinn til kirkjubyggingar næði hann landi heilu og höldnu.

Að þessu heiti unnu birtist honum sýn í líki ljósengils framundan stefni skipsins.

Með hjálp engilsins var ungi bóndinn og skipsfélagar hans leiddir eftir bugðóttu lendingarsundi milli boðaskerja við úthafsbrimströnd.

Skammt fyrir ofan var hin fyrsta Strandarkirkja reist úr viðnum.

Að sögn sr. Bjarna Þórs eru allir velkomnir að koma og taka þátt í bænastundunum.

Inn á milli verða sungnir nokkrir Taizé söngvar.

Bænastundirnar verða á laugardögum og hefjast kl. 11:00 í eftirfarandi skipti á þessu ári:

1. apríl kl. 11:00

3. júní kl. 11:00

2. september kl. 11:00

4. nóvember kl. 11:00

 

Að lokum sagði sr. Bjarni Þór:

"Það er samkirkjuleg hugsun að baki þessari hugmynd og það er allt kristið fólk velkomið.

Svo er líka ágætis hugmynd að fólk fái sér matarbita eftir stundina í nálægum þorpum."

 

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Nýjung

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Kærleiksþjónusta

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði