Kirkjuþingi var framhaldið um helgina

12. mars 2023

Kirkjuþingi var framhaldið um helgina

Kirkjuþingsfulltrúar í Háteigskirkju

Kirkjuþingi var framhaldið föstudaginn 10. og laugardaginn 11. mars 2023.

Þetta var framhaldsþing frá því í október 2022.

Á þessu þingi voru nokkur mál tekin fyrir með afbrigðum, en það þýðir að þau hafa ekki komið til þingmanna með þeim fyrirvara sem gert er ráð fyrir í starfsreglum.


Á 9. þingfundi sem haldinn var föstudaginn 10.mars var afgreiðsla mála sem hér segir:

Fyrri umræðu lauk í eftirfarandi málum, en sjá má málið með því að smella á það sem feitletrað er:

43. mál en þar var lesinn upp ársreikningur Þjóðkirkjunnar fyrir árið 2022 og var því máli vísað til fjárhagsnefndar.

44. mál um biskupskjör. Í því máli kom fram sú breytingartillaga að frambjóðendur þurfi meðmæli í stað tilnefninga.

Því var vísað til löggjafarnefndar.

47. mál um skipulag kirkjunnar í héraði var vísað til löggjafarnefndar.

45. mál sem er bandormur starfsreglunefndar.

Var það samþykkt í einni umræðu og þannig afgreitt frá kirkjuþingi.

46. mál  um kirkjur og safnaðarheimili var samþykkt í einni umræðu og þannig afgreitt frá kirkjuþingi.



10. þingfundur var haldinn laugardaginn 11. mars 2023.

Var afgreiðsla mála sem hér segir:

Fyrri umræðu lauk í eftirfarandi málum:

48. mál sem er bandormur og fjallar um eftirlitsnefnd í stað framkvæmdanefndar.

Mjög miklar umræður voru um þetta mál og var því vísað til löggjafarnefndar.

49. mál var tillaga til þingsályktunar um húsnæðismál Þjónustumiðstöðvar Þjóðkirkjunnar.

Var þetta áfangaskýrsla nefndar, sem falið var að leita að hentugu húsnæði fyrir Þjónustumiðstöð Þjóðkirkjunnar.

Var það mál afgreitt og nefndinni gefið áframhaldandi umboð til starfa sinna.

50. mál  var tillaga til þingsályktunar um innri endurskoðun stjórnarheilda íslensku Þjóðkirkjunnar.

Var því vísað til löggjafarnefndar.

51. mál var tillaga til þingsályktunar um sölu spildu úr landi Mosfells í Grímsnesi.

Var því vísað til fjárhagsnefndar


Síðari umræðu lauk í eftirfarandi málum, en það þýðir að þau hafa verið afgreidd frá kirkjuþingi.

Það voru eftirfarandi mál:

2. mál  sem var skýrsla framkvæmdanefndar.

Var hún samþykkt og afgreidd frá kirkjuþingi.

8. mál  sem var tillaga að starfsreglum um fasteignir kirkjunnar.

Var hún samþykkt með þessari breytingatillögu  og afgreidd frá kirkjuþingi.

9. mál  var tillaga til þingsályktunar um fasteignastefnu Þjóðkirkjunnar.

Var hún samþykkt og afgreidd frá kirkjuþingi.

12. mál  var tillaga til þingsályktunar um sölu fasteigna.

Var hún samþykkt með þessari breytingartillögu og afgreidd frá kirkjuþingi.

22. mál var tillaga til þingsályktunar um að kirkjuþing skipi þriggja manna viðræðunefnd við fjármálaráðuneytið vegna sóknargjalda.

Var hún samþykkt með þessari breytingartillögu og afgreidd frá kirkjuþingi.

26. mál  var tillaga til þingsályktunar um framtíðarskipan framkvæmdanefndar.

Var hún samþykkt með þessari breytingartillögu og afgreidd frá kirkjuþingi.

Þeim málum sem enn er ólokið var vísað til nefnda og verða tekin fyrir á kirkjuþingi sem boðað hefur verið 6. maí 2023.

Gerðir kirkjuþings í afgreiddum málum í þessari þinglotu eru á vef kirkjuþings hér.

 

slg









Myndir með frétt

  • Fundur

  • Kirkjuþing

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju