Löngumýrarvaka

15. mars 2023

Löngumýrarvaka

Þjóðkirkjan hefur í áratugi staðið fyrir orlofsdvöl fyrir eldri borgara landsins á Löngumýri í Skagafirði.

Löngumýrarskóli er fræðslusetur Þjóðkirkjunnar á Norðurlandi og þar er allt aðgengi gott og náttúran umvefur gestina sem þangað koma á bak og brjóst.

Þó að orlofið sé auglýst fyrir eldri borgara þá er í raun ekkert aldurstakmark fyrir þau sem vilja koma og taka þátt.

Allt fólk er velkomið!

Næst komandi föstudagskvöld verður haldin svo kölluð Löngumýrarvaka, en hún er fjáröflunarsamkoma fyrir orlofsdvölina.

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við Þóreyju Dögg Jónsdóttur djákna og framkvæmdastjóra Eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastsdæma og spurði hana um starfið á Löngumýri og um Löngumýrarvökuna.

Þórey Dögg sagði:

„ Við leggjum áherslu á að gera flestum kleift að komast í orlofsdvölina og því er lögð áhersla á að afla styrkja til að niðurgreiða dvalargjaldið.

Styrkir koma frá Þjóðkirkjunni og nokkrum prófastsdæmum.

En betur má ef duga skal og því sláum við upp mikilli fjáröflunarskemmtun sem við köllum Löngumýrarvöku.

Í ár verður verður Löngumýrarvaka haldin föstudagskvöldið 17. mars frá kl. 19:00 – 21:00 í Breiðholtskirkju.

Skemmtikraftarnir sem hafa glatt okkur öll sumrin fyrir norðan ætla að taka þátt í þessu með okkur og skemmta okkur með söng og gleði.

Það eru Gunnar Rögnvaldsson forstöðumaður á Löngumýri, Íris Olga Lúðvíksdóttir söngkona í Skagafirði og Sigvaldi Gunnarsson söngvari, sonur Gunnars Rögnvaldssonar ásamt henni Önnu Siggu söngkonu.

Við stillum verði í hóf og því kostar aðgöngumiðinn aðeins 2.000 kr. og honum fylgir einn happadrættismiði.

En þar sem dregið verður um stórglæsilega vinninga og sá stærsti upp á 100.000 kr. hvetjum við gesti okkar að sjálfsögðu til að fjárfesta í fleiri miðum til að auka líkur á vinningi.

Við verðum einnig með ýmsan varning til sölu.

Allur ágóði rennur beint í orlofsdvölina.

Frekari upplýsingar um orlofið er hægt að finna á facebook síðu orlofsbúða eldri borgara á Löngumýri í Skagafirði.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest á Löngumýrarvöku í Breiðholtskirkju á föstudagskvöldið“

sagði Þórey Dögg að lokum


slg


  • Kirkjustarf

  • Öldrunarþjónusta

  • Prestar og djáknar

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Kærleiksþjónusta

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju