Lúthersk hjónahelgi

16. mars 2023

Lúthersk hjónahelgi

Mynd tekin af vef Lútherskrar hjónahelgar

Lúthersk hjónahelgi eru nú orðinn fastur liður í íslensku kirkjulífi.

Fyrsta Lútherska hjónahelgin á Íslandi var haldin árið 1985 og síðan þá hafa verið haldnar fjölmargar hjónahelgar.

Á þessum árum hafa yfir 3000 hjón tekið þátt í Lútherskri hjónahelgi.

Tilgangurinn er að hjónin tali um hjónaband sitt fyrir og eftir helgina og þannig geta þau bætt samskipti sín og samlíf.

Tilgangurinn er einnig að hækka hamingjustuðulinn í hjónabandinu og eiga notalega helgi á hóteli í næði og nánd.

Þannig geta þau glætt hjónabandið lífi og styrkt það til framtíðar.

Sunnudaginn 19. mars næstkomandi kl. 12:10 fer fram í Bústaðakirkju kynning á lútherskum hjónahelgum.

 

Á vef hjónahelgarinnar segir meðal annars:

„Lúthersk hjónahelgi er fyrir öll hjón á hvaða aldri sem er, hverrar trúar sem þau eru.

Það eina sem þarf er vilji til að efla hjónabandið sitt.

Hjónahelgarnar fara fram í notalegu umhverfi.

Innifalið í kostnaði er gisting í tvær nætur, allar máltíðir og allt annað sem tengist vinnu helgarinnar.

Öll vinna sem er unnin í kringum helgarnar fer fram í sjálfboðavinnu."

Þátttökugjaldið sem hjónin greiða er því eingöngu fyrir hótel- og matarkostnaði, auk efniskostnaðar.

Helgin kostar 125.000 kr. fyrir hver hjón.

Það er hins vegar keppikefli Lútherskrar hjónahelgar að öll hjón geti tekið þátt í hjónahelgunum, óháð fjárhag og er því hægt að dreifa greiðslum eins og fólk treystir sér til.

Hjónahelgarnar reka sig sjálfar og þiggja enga styrki frá opinberum aðilum.

Þeim er stjórnað af hjónum sem sjálf hafa farið á Lútherska hjónahelgi.


slg






  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustarf

  • Námskeið

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Fræðsla

holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...
Elísa Mjöll Sigurðardóttir

Elísa Mjöll ráðin

22. júl. 2025
...sóknarprestur við Breiðafjarðar og Strandaprestakall