Ársfundur samkirkjunefndar

17. mars 2023

Ársfundur samkirkjunefndar

Ársfundur samkirkjunefndar

Þann 16. mars 2023 var haldin ársfundur samkirkjunefndar þjóðkirkjunnar í Grensáskirkju.

Það er biskup Íslands sem fer með samkirkjuleg mál fyrir hönd þjóðkirkjunnar.

Biskupi til stuðnings er samkirkjunefnd þjóðkirkjunnar sem biskup kallar saman með skipunarbréfi.

Samkvæmt starfsreglum skulu þau sem eru fulltrúar íslensku kirkjunnar í samkirkjulegum verkefnum, s.s. tengslum og samskiptum þjóðkirkjunnar við aðrar kirkjur, kristin trúfélög bæði á Íslandi og erlendis, sem og þau sem eru fulltrúar þjóðkirkjunnar við samkirkjulegar stofnanir og samtök, skila skýrslum um starf sitt til nefndarinnar á ársfundi hennar, sem biskup Íslands situr.

Ársfundurinn er samráðsvettvangur þar sem fulltrúar þjóðkirkjunnar í samkirkjulegum málum, samkirkjunefnd, ásamt biskupum gefst tækifæri til þess að ræða það mikilvæga starf sem fram fer á samkirkjulegum vettvangi hér heima og erlendis.

 

Fréttaritari kirkjan.is spurði sr. Ásu Laufeyju Sæmundsdóttur formann samkirkjunefndar um hvað efst hefði verið á baugi á fundinum í gær.

 

Sr. Ása Laufey sagði:

"Efst á baugi voru málefni sem tengjast stríðinu í Úkraínu og áhrif þess út um allan heim.

Það má sjá til dæmis með hækkandi verðlagi á matvöru og nauðsynjum sem hefur gríðarleg áhrif sérstaklega á fátækustu ríki heimsins.

Flóttamannastraumurinn heldur áfram að aukast en núna eru um 103 milljónir manna sem hafa þurft að yfirgefa heimkynni sín af ýmsum ástæðum, víðsvegar um heiminn.

Stríðið í Úkraínu hefur einnig haft áhrif á kristnar kirkjur í Evrópu, því er það einmitt ekki síst á erfiðum tímum sem samkirkjulegt samtal er afar mikilvægt.

Það hafa átt sér stað miklar breytingar í heiminum á undanförnum árum og stór verkefni eru framundan sem öll heimsbyggðin glímir við, svo sem afleiðingar heimsfaraldursins, loftslagsbreytingar, aukið kynþáttahatur og kynjamisrétti, svo dæmi séu nefnd.

Það er gott fyrir fulltrúa þjóðkirkjunnar að koma saman ásamt biskupum kirkjunnar og ræða þessi málefni öll sem snerta sannarlega kirkjuna okkar, einnig á innlendum vettvangi.

En starf kirkjunnar breytist eftir því hvaða þörfum þarf að mæta í samfélaginu á hverjum tíma.

Fjöldi fólks af erlendum uppruna hefur aukist töluvert hér á landi á undanförnum árum og því hefur kirkjan reynt að mæta því fólki sem til hennar leitar eftir bestu getu.

Við finnum það til dæmis hvað samkirkjulegu tengsl okkar eru mikilvæg þegar við erum að mæta fólki sem hefur ólíkan kirkjulegan, eða trúarlegan bakgrunn.

Önnur mál á dagskrá voru biskupaþjónustan, frú Agnes M. Sigurðardóttir, sr. Gísli Gunnarsson, sr. Kristján Björnsson flutt skýrslur.

Auk þeirra fluttu skýrslur Bjarni Gíslason frá Hjálparstarf kirkjunnar, Jónína Sif framkvæmdarstjóri ÆSKÞ og sr. Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri Kristniboðssambandsins."

 

Það er fjölmennur hópur sem kemur að samkirkjulegu starfi þjóðkirkjunnar, en frá stofnun Lútherska heimssambandsins hefur þjóðkirkjan átt stjórnarmann í stjórn sambandsins, sem í dag er sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir.

Sr. Bjarni Þór Bjarnason er nýr fulltrúi í Porvoo kirknasamfélaginu en hann tók við af dr. Sigurði Árna Þórðarssyni.

Dr. María Ágústsdóttir er fulltrúi okkar í samstarfsnefnd kristinna trúfélaga.

Fulltrúar okkar í Kirknaráði Evrópu (KEK) eru þær dr. María Ágústsdóttir og Magnea Sverrisdóttir, djákni.

Dr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir er fulltrúi í norræna verkefninu “Churches in times of Change”.

Fulltrúi okkar í Samráðsvettvangi trúfélaga er Bjarni Randver Sigurvinsson guðfræðingur.

Formaður samkirkjunefndar er sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir.

Ritari samkirkjumála á Biskupsstofu er Magnea Sverrisdóttir djákni.

Samkirkjunefnd skipa sr. Arna Grétarsdóttir, sr. Sveinn Valgeirsson, sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir og sr. Fjölnir Ásbjörnsson.

Tilnefndur af Hjálparstarfi kirkjunnar er Bjarni Gíslason.

 

Frekari upplýsingar um samkirkjumál munu birtast á kirkjan.is í næstu viku

 

slg


  • Biskup

  • Flóttafólk

  • Guðfræði

  • Kærleiksþjónusta

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Úkraína

  • Vígslubiskup

  • Alþjóðastarf

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði