Hún sótti um

21. mars 2023

Hún sótti um

Ólafsfjarðarkirkja og safnaðarheimili

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir sóknarpresti til þjónustu í Ólafsfjarðarprestakalli í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.

Umsóknarfrestur var til miðnættis 16. mars 2023.

Ein umsókn barst frá sr. Stefaníu G. Steinsdóttur.

Ólafsfjarðarprestakall


Ólafsfjarðarkirkja er í Ólafsfjarðarprestakalli í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.

Prestar hafa setið í Ólafsfirði síðan á elleftu eða tólftu öld.

Í byrjun 20. aldar var presturinn á Kvíabekk fluttur út í plássið.

Íbúar í prestakallinu voru 785 um síðustu áramót.

Þar af eru 670 í Þjóðkirkjunni eða 85,4 %.

Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Allar gildar umsóknir fara til valnefndar sem fer yfir allar umsóknir og boðar umsækjendur til viðtals innan þriggja vikna frá lokum umsóknarfrests, sbr. 8 gr. starfsreglna um ráðningu í prestsstörf.

Valnefnd skal ná samstöðu um einn umsækjanda en valið skal byggt á fyrirliggjandi þarfagreiningu og rökstutt á grundvelli hennar.

Í framhaldinu ræður biskup viðkomandi í starfið, að því gefnu að hann telji niðurstöður valnefndar reistar á lögmætum sjónarmiðum.




slg





  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Safnaðarstarf

  • Samstarf

  • Starfsumsókn

  • Biskup

477730743_3904126276524324_423667161409772734_n.jpg - mynd

Gleðilega páska

20. apr. 2025
Þjóðkirkjan óskar landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.
Sr. Sigurður Jónsson

Sr. Sigurður Jónsson valinn sóknarprestur

19. apr. 2025
...í Laugardalsprestakalli
Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju