Spurningakeppni fermingarbarna á Austurlandi

22. mars 2023

Spurningakeppni fermingarbarna á Austurlandi

Hlaupið að bjöllunni

Reyðarfjörður hafði betur í úrslitum spurningakeppni fermingarbarna á Austurlandi, sem fram fór föstudaginn 17. mars síðast liðinn.

Úrslitin fóru fram í Kirkjuselinu í Fellabæ.

Spurningakeppnin hófst í fermingarbúðum sem haldnar voru í Kirkjumiðstöðinni á Eiðum síðast liðið haust.

Þrjú lið stóðu eftir frá fyrstu umferð keppninnar, en það voru lið frá Egilsstöðum, Reyðarfirði og Vopnafirði.

Í hverju liði voru þrír fulltrúar sem höfðu undirbúið sig vel í fyrirfram ákveðnum flokkum sem voru Biblíusögur, minnisvers, boðorðin 10 og almenn þekking.

Keppnin var jöfn og spennandi en stigaverðir og dómarar voru einmitt gamlir sigurveigarar úr keppninni sem nú eru að útskrifast úr menntaskóla.


„Sr. Benjamín Hrafn Böðvarsson prestur í Austfjarðaprestakalli samdi spurningarnar ásamt sr. Þorgeiri Arasyni sóknarpresti í Egilsstaðaprestakalli og leiddi hann keppnina með þokka og samkvæmni“

segir sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir prestur í Egilsstaðaprestakalli, sem var gestgjafi í Kirkjuselinu ásamt Gunnfríði Katrínu Tómasdóttur fræðslufullrúa í Austurlandsprófastsdæmi.

Sr. Kristín Þórunn og Gunnfríður Katrín tóku á örlátan hátt á móti fullum sal í Kirkjuselinu sem fylgdu sínu fólki til stuðnings.

Þá var sr. Þuríður Björg Wiium sú sem kom lengstan veg með fullan bíl af frábærum unglingum frá Vopnafirði.

Að lokum vildi sr. Kristín Þórunn koma þessu að í lokin:

„Spurningakeppni fermingarbarnanna á Austurlandi þakkar sérlega Biblíufélaginu og Kirkjuhúsinu fyrir að styrkja keppnina með veglegum vinningum.“


slgMyndir með frétt

  • Biblían

  • Ferming

  • Fræðsla

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Æskulýðsmál

Lilja Dögg og forsetahjónin

„Sögustaðir efla samkennd okkar“

22. júl. 2024
...segir menningarráðherra á Skálholtshátíð
Forseti Íslands kom á málstofuna

"Húmorinn var aldrei langt undan"

20. júl. 2024
...málstofa til minningar um sr. Karl Sigurbjörnsson
Málþingið var fjölsótt

"Stríðið gæti þróast yfir á Vesturbakkann"

20. júl. 2024
...áhrifamikið málþing á Skálholtshátíð