Sr. Stefanía ráðin

29. mars 2023

Sr. Stefanía ráðin

Sr. Stefanía G. Steinsdóttir

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir presti til þjónustu í Ólafsfjarðarprestakalli í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.

Umsóknarfrestur var til miðnættis 16. mars 2023.

Ein umsókn barst frá sr. Stefaníu G. Steinsdóttur.

Biskup Íslands hefur nú staðfest ráðninguna.

 

Sr. Stefanía Steinsdóttir er fædd þann 2. maí árið 1980.

Hún er fædd og uppalin á Akureyri.

Sr. Stefanía varð stúdent frá Verkmenntaskólanum á Akureyri árið 2001.

Hún tók BS gráðu í líftækni og hóf þá masters nám í auðlindafræði í Háskólanum á Akureyri.

Hún lauk BA gráðu í guðfræði árið 2015 og mag. theol. prófi frá Háskóla Íslands í júní árið 2017.

Sr. Stefanía var æskulýðsleiðtogi í Neskirkju árin 2015-2017 áður en hún vígðist til prestsþjónustu í Glerárprestakalli í ágúst árið 2017.

Þá hefur hún verið í afleysingu í Akureyrarkirkju og nú síðast í Ólafsfjarðarkirkju.

Sr. Stefanía er í sambúð með Sólveigu Helgadóttur markþjálfa og eru börn Stefaníu fjögur Guðrún Linda, Hákon Valur, Andrea og Dagur Valur.


Ólafsfjarðarprestakall


Ólafsfjarðarkirkja er í Ólafsfjarðarprestakalli í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.

Prestar hafa setið í Ólafsfirði síðan á elleftu eða tólftu öld.

Í byrjun 20. aldar var presturinn á Kvíabekk fluttur út í plássið.

Íbúar í prestakallinu voru 785 um síðustu áramót.

Þar af eru 670 í þjóðkirkjunni eða 85,4 %.

Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

 

slg




  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Starf

  • Biskup

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði