Fólkið í hverfinu tengist kirkjunni sterkum böndum

12. apríl 2023

Fólkið í hverfinu tengist kirkjunni sterkum böndum

Sr. Alfreð Örn við kaffiborðið

Kirkjuafmæli eru ævinlega hátíðlegar stundir og nú á vordögum hafa verið haldin nokkur kirkjuafmæli á höfuðborgarsvæðinu.

Má þar nefna 35 ára afmæli bæði Breiðholtskirkju og Fella- og Hólakirkju.

Á páskadag hélt svo Hjallakirkja í Kópavogi upp á 30 ára afmæli sitt.

Var það gert við hátíðarmessu kl. 9:00 á páskadagsmorgunn.

Eftir messuna var morgunverður og afmæliskaka í boði.

Sóknarnefndin sá um veitingarnar og lagði á borð.


Sr. Alfreð Örn Finnson sóknarprestur í Digranes- og Hjallaprestakalli prédikaði og þjónaði fyrir altari.

Matthías V. Baldursson organisti lék á hljóðfærið, Áslaug Helga Hálfdánardóttir söng einsöng ásamt Vox Gospelkór Hjallakirkju.

Að sögn sr. Alfreðs var fínasta mæting og meðal annars kom fólk sem var í sóknarnefnd þegar kirkjan var vígð fyrir 30 árum.

„Það var góður andi og fín stund og frábært samfélag eftir messuna“

sagði hann.

Í prédikun sinni ryfjaði hann upp sögu kirkjunnar og sagði meðal annrs:

„ Hjallasókn var mynduð með skiptingu Digranessóknar.

Stofndagur var 25. maí 1987 á fundi í Digranesskóla.

Sr. Kristján Einar Þorvarðarson var valinn fyrsti prestur safnaðarins.

Safnaðarstarf hófst í Digranesskóla en messuheimili safnaðarins var vígt í skólanum hinn 10. janúar 1988.

Gert var ráð fyrir kirkju á lóðinni við Álfaheiði og fyrsta skóflastungan var tekin 19. maí 1991.

Kirkjan var síðan vígð á páskadag 11. apríl 1993.“

Og hann bætti við:


„Það er forvitnilegt að skoða myndir frá byggingu kirkjunnar, umhverfið er orðið ansi mikið gróið í samanburði við árið 1993.

Það er gaman að lesa um sögu sóknarinnar og hversu stórhuga fólk var.

Starfið hófst í skólabyggingu en mjög fljótlega farið að huga að byggingu kirkjunnar.

Það er ósanngjarnt að minnast á einstaka presta eða starfsfólk en gaman að minnast á að prófasturinn okkar sr. Bryndís Malla þjónaði Hjallasókn 95-96 og sr. Guðmundur Karl sóknarprestur í Lindakirkju þjónaði við Hjallakirkju þegar Lindasókn var stofnuð 2002 og færði sig þangað yfir.

Lindasókn og hverfið sem er vissulega orðið ansi stórt í dag tilheyrði því Hjallasókn fram til ársins 2002.

Kirkjunni okkar hefur verið vel haldið við, fólkið í hverfinu tengist kirkjunni sinni sterkum böndum og hér er öflugt starf og sóknarnefnd sem ber hag kirkjunnar sinnar og útbreiðslu góðu fréttanna fyrir brjósti.“


slg






Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Sóknarnefndir

  • Kirkjustaðir

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju