Dagur sálgæslunnar á Landsspítalanum

13. apríl 2023

Dagur sálgæslunnar á Landsspítalanum

Rósa Kristjánsdóttir djákni

Dagur sálgæslunnar á Landspítalanum verður haldinn í Hringsal spítalans á Hringbraut mánudaginn 24. apríl kl. 10:00-14:30.

Dagskráin er helguð starfslokum Rósu Kristjánsdóttur djákna.

Rósa hefur áratuga reynslu af sálgæslu og að styðja fólk á erfiðum tímum í lífi þeirra, þar á meðal einstaklingum sem greinast með krabbamein.

Hún hefur starfað í heilbrigðiskerfinu frá árinu 1974 og sem djákni frá 1995.


Sálgæsla er afar mikilvægur þáttur í starfi djákna og presta á sjúkrahúsum, en á Landspítalanum starfa nú sr. Eysteinn Orri Gunnarsson, Dagbjört Eiríksdóttir djákni, sr. Díana Ósk Óskarsdóttir, dr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, sr. Gunnar Matthíasson, sr. Hjalti Jón Sverrisson, sr. Hjördís Perla Rafnsdóttir, sr. Ingólfur Hartvigsson og sr. Sveinbjörg Katrín Pálsdóttir.

Auk þeirra starfar sr. Svavar Alfreð Jónsson á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Sálgæsla er einnig stór þáttur í starfi allra presta og djákna, sem starfa í söfnuðum landsins og á hjúkrunarheimilum.

Dagskrá dags sálgæslunnar í ár ber yfirsskriftina Nærvera í umhyggju og virðingu fyrir manneskjunni.

Hún hefst eins og áður segir kl. 10:00 mánudaginn 24. apríl og stendur til kl. 14:30 og er eftirfarandi:

Kl. 10:00-10:05 Setning fræðsludags.
Dr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir

Kl. 10:05-10:15 Ávarp.
Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson sjúkrahúsprestur, deildarstjóri sálgæslu presta og djákna.

Kl. 10:15-10:45 Sálgæsla aldraðra.
Sr. Sveinbjörg Katrín Pálsdóttir sjúkrahúsprestur.

Kl. 10:45-11:15 Sálgæsla og líknandi meðferð.
Valgerður Hjartardóttir, hjúkrunar- og fjölskyldufræðingur MA, djákni.

Kl. 11:15-11:45 Að lifa af hið ómögulega. Sálgæsla og stuðningur við aðstandendur eftir sjálfsvíg ástvinar.
Sr. Hjalti Jón Sverrisson.

Kl. 11:45-12:00 Kveðja frá Djáknafélagi Íslands.
Ragnheiður Sverrisdóttir djákni og fyrrverandi verkefnisstjóri kærleiksþjónustu á Biskupsstofu.

Kl. 12:00- 12:45 Hádegisverður. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Kl. 12:45-13:15 Hvernig nýtist sálgæsla á gjörgæsludeildum Landspítala?
Árni Már Haraldsson, hjúkrunardeildarstjóri gjörgæsludeildar við Hringbraut.
Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir, hjúkrunardeildarstjóri gjörgæsludeildar í Fossvogi.

Kl. 13:15-13:45 Sálgæsla við missi á meðgöngu og fljótlega eftir fæðingu.
Dagbjört Eiríksdóttir sjúkrahúsdjákni.

Kl. 13:45-14:00 Horft um öxl.
Sigríður Valdimarsdóttir, djákni og fyrsti formaður Djáknafélags Íslands.

Kl. 14:00-14:15 Að standa að baki mömmu er hún brýtur blað og glerþakið brestur.  Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari.

Kl. 14:15- 14:30 Svipmyndir úr starfi.
Dr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir og sr. Ingólfur Hartvigsson sjúkrahúsprestar.

Fundarstjórar verða dr. Guðlaug Helga Ásgirsdóttir og sr. Ingólfur Hartvigsson.

Fræðsludagurinn er öllum opinn.

Sjá dagskrána í heild sinni hér fyrir neðan.

 

slg



Myndir með frétt

  • Fundur

  • Kærleiksþjónusta

  • Prestar og djáknar

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Fræðsla

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði