Framlagning kjörskrár

13. apríl 2023

Framlagning kjörskrár

Skálholtsdómkirkja og Þorláksbúð - mynd: hsh

Auglýsing um framlagningu kjörskrár og tilnefningar vegna kosningar vígslubiskups í Skálholtsumdæmi, sbr. 9. og 11. gr. starfsreglna um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa nr. 9/2021-2022.

Kjörskrá vegna kosningar vígslubiskups í Skálholtsumdæmi liggur frammi frá og með 13. apríl 2023. Viðmiðunardagur skilyrða kosningarréttar er 6. apríl 2023.

Kjósandi getur kannað á þar til gerðu vefsetri https://kirkjan.is/kirkjan/kjorskra/ hvort nafn hans er á kjörskrá. Við aðgang að vefsetrinu er notuð almenn innskráningarþjónusta, s.s. rafræn skilríki eða Íslykill. Athugasemdir vegna kjörskrár skulu berast kjörstjórn þjóðkirkjunnar eigi síðar en fimm sólarhringum áður en tilnefning hefst. Athugasemdir skulu sendar á netfangið kirkjan@kirkjan.is

Tilnefningin verður rafræn. Hún hefst kl. 12:00 hinn 27. apríl 2023 og lýkur kl. 12:00 hinn 2. maí 2023.
Heimilt er að tilnefna allt að þrjá einstaklinga sem uppfylla kjörgengisskilyrði skv. 1. gr. ofangreindra starfsreglna.

Rétt til að tilnefna hafa vígðir einstaklingar sem kosningarréttar njóta, þ.e.:

• Þjónandi prestar eða djáknar íslensku þjóðkirkjurnar er tilheyra prófastsdæmum sem eru í Skálholtsumdæmi.
• Þjónandi prestar eða djáknar sem lúta tilsjónar biskups Íslands og eru í föstu og launuðu starfi á vegum    stofnunar og/eða félagasamtaka hér á landi og sem starfa í Skálholtsumdæmi.
• Vígðir starfsmenn á biskupsstofu sem eru í föstu starfi.

Áætlað er að kosning vígslubiskups í Skálholtsumdæmi hefjist kl. 12:00 hinn 7. júní 2023 og ljúki kl. 12:00 hinn 12. júní 2023.

                                                            Reykjavík, 13. apríl 2023
                                                            f.h. kjörstjórnar þjóðkirkjunnar
                                                            Anna M. Karlsdóttir, formaður.


  • Vígslubiskup

  • Auglýsing

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði