Hallgrímskirkja tekur þátt í barnamenningarhátíð

14. apríl 2023

Hallgrímskirkja tekur þátt í barnamenningarhátíð

Barnamenningarhátíð í Hallgrímskirkju

Barnamenningarhátíð árið 2023 mun fara fram dagana 18. – 23. apríl næst komandi.

Í ár er sérstök áhersla á viðburði sem tengjast friði.

Frítt er inn á alla viðburði.

Vefur hátíðarinnar er í uppfærslu en hægt er að skoða alla viðburði hér .

Kirkjan tekur þátt í barnamenningarhátíð með sérstökum hætti í Hallgrímskirkju í Reykjavík, en þar verður viðburður þann 20. apríl sem er sumardagurinn fyrsti.

Viðburðurinn verður auglýstur á heimasíðu Barnamenningarhátíðar og í bæklingi.

Þemað í ár er friður og því fannst söfnuðinum mjög viðeigandi að vera með viðburð einnig í kirkju.

Viðburðurinn i Hallgrímskirkju verður í formi friðarleiks milli kl. 13:00 og 14:00 á sumardaginn fyrsta.


Samkvæmt þeim upplýsingum sem kirkjan.is hefur frá Hallgrímskirkju þá fer friðarleikurinn fram inni í kirkjuskipinu.

„Öll börnin setjast í hring á dýnur.

Leikurinn fer fram í þögn og öll börnin herma eftir leiðbeinandanum.

Hlutir ganga á milli barnanna og allir skiptast á að gera.

Skemmtilegir hlutir með hljóðum, lykt eða eru blautir ganga á milli barnanna og allir skiptast á að gera.

Börnin læra friðarkveðjuna á táknmáli í hringnum.

Í lokin leggjast börnin á dýnurnar og hlusta á friðarsálm leikinn á stærsta orgel Íslands.

Eftir sálminn er farið út á Hallgrímskirkjutorg og þar verður friðarsúlan krítuð með krítum.“

Leikurinn fer svona fram:

Allir spritta hendur!

Vera með krosslagða fætur

Órói gengur á milli

Reykelsi gengur á milli

Bjalla gengur á milli

Börnin setja klaka og sítrónu ofan í vatn – vatnskálin verður í miðjunni

Teikna með vatnslitum, hvítan hring á kinnina á næsta barni

Friðarkveðjan með táknmáli

Leggjast á bakið, loka augunum og hlusta

Friðarsálmur spilaður á orgelið

Svo er farið út á Hallgrímskirkjutorg og þar verða krítar í boði og börnin mega teikna Friðarsúluna á torgið.

 

slg



Myndir með frétt

  • Barnastarf

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Menning

  • Nýjung

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Viðburður

  • Æskulýðsmál

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði