Hallgrímskirkja tekur þátt í barnamenningarhátíð

14. apríl 2023

Hallgrímskirkja tekur þátt í barnamenningarhátíð

Barnamenningarhátíð í Hallgrímskirkju

Barnamenningarhátíð árið 2023 mun fara fram dagana 18. – 23. apríl næst komandi.

Í ár er sérstök áhersla á viðburði sem tengjast friði.

Frítt er inn á alla viðburði.

Vefur hátíðarinnar er í uppfærslu en hægt er að skoða alla viðburði hér .

Kirkjan tekur þátt í barnamenningarhátíð með sérstökum hætti í Hallgrímskirkju í Reykjavík, en þar verður viðburður þann 20. apríl sem er sumardagurinn fyrsti.

Viðburðurinn verður auglýstur á heimasíðu Barnamenningarhátíðar og í bæklingi.

Þemað í ár er friður og því fannst söfnuðinum mjög viðeigandi að vera með viðburð einnig í kirkju.

Viðburðurinn i Hallgrímskirkju verður í formi friðarleiks milli kl. 13:00 og 14:00 á sumardaginn fyrsta.


Samkvæmt þeim upplýsingum sem kirkjan.is hefur frá Hallgrímskirkju þá fer friðarleikurinn fram inni í kirkjuskipinu.

„Öll börnin setjast í hring á dýnur.

Leikurinn fer fram í þögn og öll börnin herma eftir leiðbeinandanum.

Hlutir ganga á milli barnanna og allir skiptast á að gera.

Skemmtilegir hlutir með hljóðum, lykt eða eru blautir ganga á milli barnanna og allir skiptast á að gera.

Börnin læra friðarkveðjuna á táknmáli í hringnum.

Í lokin leggjast börnin á dýnurnar og hlusta á friðarsálm leikinn á stærsta orgel Íslands.

Eftir sálminn er farið út á Hallgrímskirkjutorg og þar verður friðarsúlan krítuð með krítum.“

Leikurinn fer svona fram:

Allir spritta hendur!

Vera með krosslagða fætur

Órói gengur á milli

Reykelsi gengur á milli

Bjalla gengur á milli

Börnin setja klaka og sítrónu ofan í vatn – vatnskálin verður í miðjunni

Teikna með vatnslitum, hvítan hring á kinnina á næsta barni

Friðarkveðjan með táknmáli

Leggjast á bakið, loka augunum og hlusta

Friðarsálmur spilaður á orgelið

Svo er farið út á Hallgrímskirkjutorg og þar verða krítar í boði og börnin mega teikna Friðarsúluna á torgið.

 

slg



Myndir með frétt

  • Barnastarf

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Menning

  • Nýjung

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Viðburður

  • Æskulýðsmál

Prestar í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra ásamt fyrirlesurum

Vorfundur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra

26. apr. 2024
...síðasti prestafundur sr. Helgu Soffíu sem prófastur
Forsíðumynd-Sumardagurinn fyrst -skrúðganga á kirkjuplani.jpg - mynd

Sumardagurinn fyrsti í Fossvoginum

26. apr. 2024
...fjölsótt dagskrá í kirkjunni
Digraneskirkja

Laust starf

26. apr. 2024
...prests við Digranes- og Hjallaprestakall