Bænagangan 2023 verður gengin á sumardaginn fyrsta.

18. apríl 2023

Bænagangan 2023 verður gengin á sumardaginn fyrsta.

Leiðir bænagöngunnar

Sumarið er handan við hornið og að venju hefst það með hinni árlegu bænagöngu, sem gengin hefur verið á hverju vori í hartnær tvo áratugi.

Göngurnar hefjast allar, hver á sínum stað, klukkan 9:30.

Gengið verður á 16 stöðum á höfuðborgarsvæðinu og nokkrum stöðum á landsbyggðinni.

Hver gönguhópur tekur fyrir ákveðin bænarefni og þannig er beðið fyrir öllum helstu málefnum samfélagsins.

Nánar má sjá um göngurnar hér.    

Í Lúkasarguðspjalli 10. kafla fyrsta versi segir að Drottinn: „... sendi þá á undan sér, tvo og tvo, í hverja þá borg og stað sem hann ætlaði sjálfur að koma til.“

Gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu eru í fyrsta lagi frá Eiðistorgi að Lækjartorgi.

Bænarefni þar verður andleg barátta.

Vegalengdin sem gengin er tekur um klukkustund og er 2,8 km.

Hún hefst eins og allar göngurnar kl. 9:30 á bílastæðinu við Hagkaup á Eiðistorgi.

 

Önnur gangan er frá Lækjartorgi að Laugarnesvegi.

Bænaefni verða Alþingi, ríkisstjórn og borgarstjórn.

Vegalengd er um 2,5 km. og tekur eina klukkustund.

Hún hefst kl. 9:30 fyrir framan Stjórnarráðið.

 

Þriðja gangan er frá Laugarnesvegi að Elliðavogi.

Bænaefni verða líkami Krists og hús Guðs.

Vegalengd er 5 km. og tekur um 1½ klukkustund.

Hefst hún kl. 9:30 við Listasafn Sigurjóns á Laugarnestanga.

 

Fjórða gangan er frá Elliðavogi að Gufunesi.

Bænaefni verða hljómsveitir, leiklist, myndlist & hönnun.

Vegalengd er 5 km.  og tekur 1½ klukkustund.

Hún hefst kl. 9:30 á bílastæðinu á Geirsnefi.

 

Fimmta gangan er frá Gufunesi að Barðastöðum.

Bænaefni verða eigendur og stjórnendur fjölmiðla.

Vegalengd er 5 km. og tekur 1½ klukkustund.

Hún hefst kl. 9:30 hjá Olís við Gullinbrú í Grafarvogi.

 

Sjötta gangan er frá Barðastöðum að Grafarholti.

Bænaefni verða ferðamenn og Íslendingar búsettir erlendis.

Vegalengd er 5 km. og tekur 1½ klukkustund.

Hún hefst kl. 9:30 á bílastæðinu við enda Barðastaða.

 

Sjöunda gangan er frá Grafarholti að Fella- og Hólakirkju.

Bænaefni verða sjávarútvegur, útgerð og kvótakerfið.

Vegalengd er 5,5 km. og tekur 1½ klukkustund.

Hún hefst kl. 9:30 á bílastæðinu við tankana í Grafarholti.

 

Áttunda gangan er frá Fella- og Hólakirkju að Salasundlaug.

Bænaefni verða menntun og uppeldismál.

Vegalengd er 6 km. og tekur 1½ klst.

Hún hefst kl. 9:30 við anddyri kirkjunnar.

 

Níunda gangan er frá Salasundlaug að Sunnubraut.

Bænaefni verða heilbrigðis- og félagsmál.

Vegalengd 5 km. og tekur 1½ klst.

Hún hefst kl. 9:30 á bílastæðinu við Salasundlaug í Kópavogi.

 

Tíunda gangan er frá Sunnubraut að Nauthólsvík.

Bænaefni verða dómstólar, löggæsla og fangelsismál.

Vegalengd er 5 km. og tekur 1½ klst.

Hún hefst kl. 9:30 á horni Sunnubrautar og Urðarbrautar.

 

Ellefta gangan er frá Nauthólsvík að Eiðistorgi.

Bænaefni verða landbúnaður og allur útflutningur.

Vegalengd er 5 km. og tekur 1½ klst.

Hún hefst kl. 9:30 á bílastæðinu við Nauthólsvík.

 

Tólfta gangan er um Mosfellsbæ.

Bænaefni verða Tryggingastofnun og lífeyrissjóðir.

Vegalengd er 4 km. og tekur 1 klst.

Hún hefst kl. 9:30 á bílastæðinu við KFC.

 

Þrettánda gangan eru um Kjalarnes.

Bænaefni verða fjármálastjórn og efnahagsmál.

Vegalengd er 4 km. og tekur 1 klst.

Hún hefst kl. 9:30 á bílastæðinu við Esjuskálann.

 

Fjórtánda gangan verður um Garðabæ.

Bænaefni verða málefni útlendinga á Íslandi.

Vegalengd er 2-3 km. og tekur 1 klst.

Hún hefst kl. 9:30 við anddyri Flataskóla.

 

Fimmtánda gangan verður um Hafnarfjörð.

Bænaefni verða fjölskyldur og hjónabönd.

Vegalengd er 5 km. og tekur 1½ klst.

Hún hefst kl. 9:30 fyrir framan Hafnarfjarðarkirkju.

 

Sextánda gangan er um Álftanes.

Bænaefni verða Forseti Íslands og bæjarstjórn Garðabæjar.

Vegalengd er 4,5 km. og tekur 2 klst.

Hún hefst kl. 9:30 við Bessastaðakirkju.

 

Eftir gönguna er komið saman kl. 11:30 í Smárakirkju, Sporhömrum 3 í léttan hádegisverð og samfélag.

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Leikmenn

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Trúin

  • Viðburður

  • Biblían

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju